Innlent

Víða skafrenningur og hálka

Á Norðurlandi eystra er þungfært inn Eyjafjörð og stendur mokstur yfir.

Snjóþekja er frá Akureyri að Dalvík og í Víkurskarði að Ljósavatsskarði, þaðan og til Húsavíkur er snjóþekja og éljagangur. Ófært er út á Grenivík en mokstur stendur yfir.

Á Norðurlandi vestra er hálka og skafrenningur á Þverárfjalli og hálka á Vatnsskarði. Á Vestfjörðum er mokstur hafin á öllum leiðum. Snjóþekja eða hálkublettir eru á Sunnaverðum Vestfjörðum þó er enn ófært yfir Klettsháls.

Fært er orðið yfir Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda en þar eru hálkublettir og skafrenningur, enn er verið að moka í Ísafjarðardjúpi.

Á Austurlandi er mokstur hafinn á öllum leiðum. Á Suðurlandi og Vesturlandi er hálka víða á vegum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×