Innlent

Ofbeldismálum fjölgar

Barnaverndartilkynningum hefur fjölgað úr 900 í 9000 á 14 árum. Þrátt fyrir þetta verja stjórnvöld engu fjármagni í forvarnir.

Unicef á íslandi hefur unnið ítarlega skýrslu um stöðu barna á Íslandi. Skýrslan er einskonar samantekt á rannsóknum og tölulegum upplýsingum en takmarkið er að búa til eins konar mælistiku á velferð barna Íslandi.

Það er margt þarna sem vekur athygli til að mynda sú staðreynd að tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað jafnt og þétt frá því að Barnaverndarstofa var sett á fót. Þær voru um 900 árið 1996 en rúmlega 9000 í fyrra. Ef tilkynningar síðustu ára eru sundurliðaðar sést að flestar tilkynningarnar eru vegna áhættuhegðunnar eða vanrækslu en tilkyninngum vegna ofbeldis fer fjölgandi, þær voru 14% allra tilkynninga árið 2004 en 22% í fyrra.

Þetta er mikið áhyggjuefni segir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi og bendir til að mynda á að samkvæmt þessum tölum verða 13% íslenskra stúlkna fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Hið opbinbera eyðir töluverðum peningum í ýmiskonar forvarnir. Til að mynda rúmum 70 milljónum í áfengisforvarnir en engu í forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum.

Stefán segir að þetta þurfi að breytast. „Við getum ekki verið sátt við þetta sem samfélag," segir Stefán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×