Þolendur kynferðisofbeldis sæta árásum í fjölmiðlum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2011 13:49 Meðferðarheimilið Árbót þar sem kynferðisofbeldið átti sér stað. Fyrrverandi vistmenn á meðferðarheimilinu Árbót, sem kærðu fyrrverandi starfsmanns heimilisins fyrir kynferðisofbeldi, hafa þolað árásir í fjölmiðlum vegna ákæranna. Barnaverndarstofa og þrjár barnaverndir á landinu hafa nú sent frá sér ályktun þar sem segir að barnaverndaryfirvöld geti ekki orða bundist yfir þessari umfjöllun. Í fyrra var Jón Þór Dagbjartsson, fyrrverandi starfsmaður Árbótar, dæmdur í fangelsi fyrir brot gegn stúlkum sem höfðu verið vistaðar á Árbót. Eiginkona Jóns hefur meðal annars ítrekað rætt mál hans í ýmsum fjölmiðlum eftir að dómur féll í máli hans, þar sem hún hefur komið honum til varnar. Barnaverndaryfirvöld gera athugasemd við þá umfjöllun sem fram hefur farið. „Hafa stúlkurnar, sem eðli málsins samkvæmt eiga erfitt með að verja sig sjálfar, þurft að þola árásir í fjölmiðlum mánuðum saman þrátt fyrir að um sé að ræða mál þar sem viðkomandi starfsmaður hefur verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni á meðferðarheimili bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, barni sem honum var falið að styðja við og vernda. Hafa árásirnar farið fram með greina- og fréttaskrifum á netmiðlum, í ljósvakamiðlum sem og með undirskriftarsöfnun þar sem almenningur er hvattur til þess að taka afstöðu gegn stúlkunum og gera þannig lítið úr því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir," segir í ályktun barnaverndaryfirvalda. Barnaverndaryfirvöld segja ljóst að fórnarlömbin í málinu séu mörg, bæði stúlkurnar sem og fjölskylda og aðstandendur hins dæmda. Samúð með aðstandendum megi hins vegar aldrei verða til þess að samfélagið taki þátt í herferð gagnvart þeim börnum sem þorðu að tjá sig um að hafa verið beitt ofbeldi. „Þær frásagnir mörkuðu upphaf máls sem leiddi til sektardóms í refsimáli sem höfðað var í kjölfar ítarlegrar lögreglurannsóknar. Umræðan hefur verið á þá leið að hætt er við að börn, sem beitt eru ofbeldi af hálfu fullorðinna, kjósi að greina ekki frá því af ótta við að samfélagið snúist gegn þeim, þeim verði ekki trúað og fullorðnir muni ekki hlusta á frásögn þeirra eða taka hana trúanlega," segir í ályktuninni. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fyrrverandi vistmenn á meðferðarheimilinu Árbót, sem kærðu fyrrverandi starfsmanns heimilisins fyrir kynferðisofbeldi, hafa þolað árásir í fjölmiðlum vegna ákæranna. Barnaverndarstofa og þrjár barnaverndir á landinu hafa nú sent frá sér ályktun þar sem segir að barnaverndaryfirvöld geti ekki orða bundist yfir þessari umfjöllun. Í fyrra var Jón Þór Dagbjartsson, fyrrverandi starfsmaður Árbótar, dæmdur í fangelsi fyrir brot gegn stúlkum sem höfðu verið vistaðar á Árbót. Eiginkona Jóns hefur meðal annars ítrekað rætt mál hans í ýmsum fjölmiðlum eftir að dómur féll í máli hans, þar sem hún hefur komið honum til varnar. Barnaverndaryfirvöld gera athugasemd við þá umfjöllun sem fram hefur farið. „Hafa stúlkurnar, sem eðli málsins samkvæmt eiga erfitt með að verja sig sjálfar, þurft að þola árásir í fjölmiðlum mánuðum saman þrátt fyrir að um sé að ræða mál þar sem viðkomandi starfsmaður hefur verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni á meðferðarheimili bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, barni sem honum var falið að styðja við og vernda. Hafa árásirnar farið fram með greina- og fréttaskrifum á netmiðlum, í ljósvakamiðlum sem og með undirskriftarsöfnun þar sem almenningur er hvattur til þess að taka afstöðu gegn stúlkunum og gera þannig lítið úr því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir," segir í ályktun barnaverndaryfirvalda. Barnaverndaryfirvöld segja ljóst að fórnarlömbin í málinu séu mörg, bæði stúlkurnar sem og fjölskylda og aðstandendur hins dæmda. Samúð með aðstandendum megi hins vegar aldrei verða til þess að samfélagið taki þátt í herferð gagnvart þeim börnum sem þorðu að tjá sig um að hafa verið beitt ofbeldi. „Þær frásagnir mörkuðu upphaf máls sem leiddi til sektardóms í refsimáli sem höfðað var í kjölfar ítarlegrar lögreglurannsóknar. Umræðan hefur verið á þá leið að hætt er við að börn, sem beitt eru ofbeldi af hálfu fullorðinna, kjósi að greina ekki frá því af ótta við að samfélagið snúist gegn þeim, þeim verði ekki trúað og fullorðnir muni ekki hlusta á frásögn þeirra eða taka hana trúanlega," segir í ályktuninni.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent