Handbolti

Þórir: Þýðir ekki að leggja árar í bát

Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson var að vonum hundsvekktur eftir tapið slæma gegn Þýskalandi í kvöld.

"Það vantaði heilmikið upp á þetta hjá okkur í kvöld á öllum vígstöðvum. Því miður fór þetta svona. Það þýðir samt ekki að leggja árar í bát. Það bíður bara næsta verkefni," sagði Þórir súr.

"Það er erfitt að segja hvað fór úrskeiðis. Það verður farið yfir það. Kannski þurfum við breyta einhverju. Þeir voru búnir að lesa okkur og þetta heppnaðist hjá þeim í dag," sagði Þórir en hann vildi ekki meina að það hefði verið vanmat hjá íslenska liðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×