Innlent

Mikill meirihluti vill breytingar á kvótakerfinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um tveir af hverjum þremur vilja að stjórnvöld afturkalli kvótann, hann verði í eigu ríkisins eða greidd sé leiga fyrir afnotarétt sem nemur markaðsverðmæti hans. Þetta sýna niðurstöður MMR könnunar sem gerð var á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar eru áþekkar sambærilegri könnun sem MMR gerði í febrúar.

Samkvæmt könnuninni telur rétt tæplega þriðjungur aðspurðra að hagsmunir núverandi handhafa kvótans og þjóðarinnar í heild séu sameiginlegir. Um 15% telur að handhafa kvótans eigi að fá að halda honum áfram óskertum.

Könnunin var gerð dagana 9.-12. maí síðastliðana. Könnunin var gerð á netinu en þátttakendur valdir í gegnum síma. Alls voru 837 þátttakendur spurðir.



Hér má sjá könnun MMR





Fleiri fréttir

Sjá meira


×