Fótbolti

Messi: Ég horfi ekki mikið á enska boltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lionel Messi, framherji Barcelona, segist ekki finna fyrir einhverri aukapressu fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United sem fer fram á Wembley á laugardaginn.

„Það eru forréttindi að fá að spila svona leik en ég finn ekki fyrir neinni aukapressu. Ég elska það að sjá fólk skemmta sér við það að horfa á mig og liðsfélaga mína spila fótbolta og vinna alla þessa titla fyrir þau," sagði Lionel Messi.

„Ég er alltaf mjög afslappaður fyrir leiki því hlutirnir hafa gengið upp hjá okkur svo lengi," segir Messi sem viðurkennir að hann fylgist ekki mikið með enska boltanum.

„Ef ég er alveg heiðarlegur þá horfi ég ekki á enska boltann frekar en annan fótbolta í sjónvarpinu. Ég veit samt að United er sterkt lið og eiga meistaratitilinn skilinn í mjög erfiðari deild," sagði Messi.

„Ég veit svo sem ekki hverjir veikleikar þeirra eru því þeir eru líkamlega sterkir og öflugir í öllum línum. Ég er einn af þeim sem er ekki alltof mikið að velta sér upp úr mótherjunum. Við verðum að einbeita okkur að okkar leik," sagði hinn 23 ára gamli Lionel Messi sem hefur skorað 52 mörk í 54 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×