Kvikmyndagerð á krossgötum? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 2. september 2011 06:00 Kvikmyndagerð á Íslandi er að mínu mati afar merkilegt fyrirbæri. Það mat byggi ég á því að hafa fylgst með iðnaðinum úr fjarska en ekki af innihaldsríkri þekkingu á greininni þó svo að ég hafi leikið í „Annir og appelsínur“ 1988. Flóra íslenskra kvikmynda er afar mikil og þjónustu við erlenda framleiðendur er hælt. Það er margt samofið kvikmyndagerð. Nægir þar að nefna gerð auglýsinga, fræðslu og menningarefnis og fleira auk þess sem leiklistin er náskyldur ættingi. Við sjáum gjarnan sama fólkið á sviði og í kvikmyndum en svo stíga fram leikarar og framleiðendur sem sýna okkur hvað hægt er að gera með einni myndavél og leikara. Fyrir nokkru ákvað núverandi ríkisstjórn að skera niður framlög til kvikmyndagerðar þótt sannað væri að kvikmyndagerð býr til mun meiri tekjur en hún fær í styrki. Skrítinn sparnaður þar. Kvikmyndaskólinn er í umræðunni vegna fjárhagsvanda. Fyrir mér er kvikmyndaskólinn álíka mikilvægur og bændaskólar landbúnaðinum og viðskiptaskólar fjármagnsgeiranum. Ef við menntum ekki bændur þá leggst landbúnaðurinn af og gjaldeyrir fyrir tugi milljarða fer úr landi til að flytja inn mat. Ef við menntum ekki kvikmyndagerðarmenn þá er hætta á að greinin dragist saman og við verðum af mikilvægum gjaldeyri. Kvikmyndagerð er iðnaður, list, inn- og útflutningsgrein. Við getum ekki verið svo blönk og skammsýn að láta kvikmyndagerðina svelta og drabbast niður. Það má vel vera að rekstur kvikmyndaskólans hafi verið erfiður og þar þurfi að laga til. Það réttlætir hins vegar ekki að námið sé látið reka á reiðanum. Auðvitað á ríkisstjórnin að grípa inn í og sjá til þess að skólastarfið haldi áfram meðan framtíðarlausn er fundin. Það var haustið 2006 sem þáverandi ráðherrar menntamála og fjármála og fulltrúar kvikmyndagerðarmanna undirrituðu samkomulag um stuðning við innlenda kvikmyndagerð. Átti samkomulagið að ná til fjögurra ára, 2007–2010. Samkomulagið markaði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar þar sem búið var að tryggja fjármagn fram í tímann. Samkvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir að fjárframlag ríkisins yrði 700 millj. kr. árið 2010 en í fjárlögum ársins var framlagið skorið niður í 450 millj. kr., eða um 35%. Á fjárlögum ársins 2011 er fjárframlag ríkisins einnig 450 millj. kr. Fljótlega munu fjárlög ársins 2012 líta dagsins ljós og þá verður forvitnilegt að sjá hvort ríkisstjórnin hefur breytt um stefnu gagnvart kvikmyndagerðinni. Ég vona að kvikmyndagerðarmenn verði kallaðir til fundar og samkomulagið frá 2006 endurnýjað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Kvikmyndagerð á Íslandi er að mínu mati afar merkilegt fyrirbæri. Það mat byggi ég á því að hafa fylgst með iðnaðinum úr fjarska en ekki af innihaldsríkri þekkingu á greininni þó svo að ég hafi leikið í „Annir og appelsínur“ 1988. Flóra íslenskra kvikmynda er afar mikil og þjónustu við erlenda framleiðendur er hælt. Það er margt samofið kvikmyndagerð. Nægir þar að nefna gerð auglýsinga, fræðslu og menningarefnis og fleira auk þess sem leiklistin er náskyldur ættingi. Við sjáum gjarnan sama fólkið á sviði og í kvikmyndum en svo stíga fram leikarar og framleiðendur sem sýna okkur hvað hægt er að gera með einni myndavél og leikara. Fyrir nokkru ákvað núverandi ríkisstjórn að skera niður framlög til kvikmyndagerðar þótt sannað væri að kvikmyndagerð býr til mun meiri tekjur en hún fær í styrki. Skrítinn sparnaður þar. Kvikmyndaskólinn er í umræðunni vegna fjárhagsvanda. Fyrir mér er kvikmyndaskólinn álíka mikilvægur og bændaskólar landbúnaðinum og viðskiptaskólar fjármagnsgeiranum. Ef við menntum ekki bændur þá leggst landbúnaðurinn af og gjaldeyrir fyrir tugi milljarða fer úr landi til að flytja inn mat. Ef við menntum ekki kvikmyndagerðarmenn þá er hætta á að greinin dragist saman og við verðum af mikilvægum gjaldeyri. Kvikmyndagerð er iðnaður, list, inn- og útflutningsgrein. Við getum ekki verið svo blönk og skammsýn að láta kvikmyndagerðina svelta og drabbast niður. Það má vel vera að rekstur kvikmyndaskólans hafi verið erfiður og þar þurfi að laga til. Það réttlætir hins vegar ekki að námið sé látið reka á reiðanum. Auðvitað á ríkisstjórnin að grípa inn í og sjá til þess að skólastarfið haldi áfram meðan framtíðarlausn er fundin. Það var haustið 2006 sem þáverandi ráðherrar menntamála og fjármála og fulltrúar kvikmyndagerðarmanna undirrituðu samkomulag um stuðning við innlenda kvikmyndagerð. Átti samkomulagið að ná til fjögurra ára, 2007–2010. Samkomulagið markaði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar þar sem búið var að tryggja fjármagn fram í tímann. Samkvæmt samkomulaginu var gert ráð fyrir að fjárframlag ríkisins yrði 700 millj. kr. árið 2010 en í fjárlögum ársins var framlagið skorið niður í 450 millj. kr., eða um 35%. Á fjárlögum ársins 2011 er fjárframlag ríkisins einnig 450 millj. kr. Fljótlega munu fjárlög ársins 2012 líta dagsins ljós og þá verður forvitnilegt að sjá hvort ríkisstjórnin hefur breytt um stefnu gagnvart kvikmyndagerðinni. Ég vona að kvikmyndagerðarmenn verði kallaðir til fundar og samkomulagið frá 2006 endurnýjað.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun