Aðstoða uppreisnarmenn 2. september 2011 00:00 Fundað Nicolas Sarkozy heilsar leiðtogum uppreisnarmanna, Mustafa Abdel Jalil og Mahmoud Jibril, við upphaf fundarins í París í gær.nordicphotos/AFP Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnarmenn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða framtíð Líbíu. Ban hvatti öryggisráð SÞ til að ákveða sem fyrst að senda borgaralega sérfræðinga til Líbíu til að hjálpa til við að koma á stöðugleika í landinu. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, NATO og Arababandalagsins. Fyrir ráðstefnuna sögðu bæði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mikilvægt að Líbíumenn tækju sjálfir forystuna um mótun framtíðar landsins, frekar en að utanaðkomandi ríki skipti sér mikið af því. Sarkozy sagði jafnframt að frystingu verði aflétt af fjármunum sem líbísk stjórnvöld eiga á erlendum bankareikningum. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði fjárskort til lengri tíma ekki vera vandamál nýrra stjórnvalda í Líbíu. „En ég held að núna þurfi að gera margt mjög hratt hvað varðar tæknilega aðstoð og einnig við að byggja upp lýðræðislegt fyrirkomulag.“ Uppreisnarmenn hafa nú stærstan hluta landsins á valdi sínu, en stuðningsmenn Gaddafís stjórna enn borginni Sirte, sem er fæðingar-bær Gaddafís. Ekki er vitað hvar Gaddafí sjálfur er niðurkominn, en eftir honum var haft í gær á sjónvarpsstöð í Kúvæt að hann ætlaði alls ekki að gefast upp. „Líbíska þjóðin getur ekki bognað, getur ekki látið undan, við erum ekki konur, við getum ekki gefist upp, við erum ekki þrælar.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnarmenn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða framtíð Líbíu. Ban hvatti öryggisráð SÞ til að ákveða sem fyrst að senda borgaralega sérfræðinga til Líbíu til að hjálpa til við að koma á stöðugleika í landinu. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, NATO og Arababandalagsins. Fyrir ráðstefnuna sögðu bæði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mikilvægt að Líbíumenn tækju sjálfir forystuna um mótun framtíðar landsins, frekar en að utanaðkomandi ríki skipti sér mikið af því. Sarkozy sagði jafnframt að frystingu verði aflétt af fjármunum sem líbísk stjórnvöld eiga á erlendum bankareikningum. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði fjárskort til lengri tíma ekki vera vandamál nýrra stjórnvalda í Líbíu. „En ég held að núna þurfi að gera margt mjög hratt hvað varðar tæknilega aðstoð og einnig við að byggja upp lýðræðislegt fyrirkomulag.“ Uppreisnarmenn hafa nú stærstan hluta landsins á valdi sínu, en stuðningsmenn Gaddafís stjórna enn borginni Sirte, sem er fæðingar-bær Gaddafís. Ekki er vitað hvar Gaddafí sjálfur er niðurkominn, en eftir honum var haft í gær á sjónvarpsstöð í Kúvæt að hann ætlaði alls ekki að gefast upp. „Líbíska þjóðin getur ekki bognað, getur ekki látið undan, við erum ekki konur, við getum ekki gefist upp, við erum ekki þrælar.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira