Nýjasta James Bond-myndin verður líklega tekin upp að hluta til á Indlandi. Þetta verður önnur Bond-myndin sem verður tekin upp þar í landi. Octopussy sem kom út 1983 var sú fyrsta. Einnig er talið að einhverjar tökur verði í Suður-Afríku.
23. Bond-myndin hefur enn ekki fengið nafn. Leikstjóri verður Sam Mendes, sem á að baki myndir á borð við American Beauty og Road To Perdition, og frumsýning verður 9. nóvember á næsta ári. Daniel Craig verður sem fyrr í hlutverki njósnara hennar hátignar, 007.
James Bond til Indlands
