
Það var glatt á hjalla í útgáfuteiti ADHD á KEX á miðvikudagskvöld. Kvartettinn gaf út fyrstu plötu sína fyrir tveimur árum og hlaut hún almennt lof gagnrýnenda. Önnur platan var að koma í verslanir og virðist hún við fyrstu hlustun engu síðri.
Meðlimir sveitarinnar eru Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Davíð Þór Jónsson hljómborðsleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari og Magnús Trygvason Eliassen trommuleikari.


