Lífið

Glee-stjarna grætti unga leikkonu

Lea Michele á greinilega tíkarstæla í farteski sínu. Nordicphotos/Getty
Lea Michele á greinilega tíkarstæla í farteski sínu. Nordicphotos/Getty
Hin unga leikkona Hailee Steinfeld, sem sló í gegn í hlutverki sínu í kvikmyndinni True Grit, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún mætti átrúnaðargoði sínu, Glee-stjörnunni Lea Michele, á tökustað.

„Þegar ég var í leikprufum fyrir True Grit sá ég Leu Michele á tökustaðnum. Glee er uppáhaldssjónvarpsþátturinn minn og þegar ég sá Leu ganga að búningsherbergi sínu hugsaði ég með mér:

„Þetta er stelpan úr Glee, ég verð að biðja hana um eiginhandaráritun." Ég gekk í áttina til hennar og bað hana um eiginhandaráritun en hún gekk framhjá mér," sagði hin unga Steinfeld sem hefur verið orðuð við Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í True Grit.

„Ég gekk alla leið aftur til baka að bílnum okkar og ég grét nánast alla leiðina heim. Ég var mjög leið. En Lea er sérstaklega falleg og hún er með einstaka söngrödd," sagði Steinfeld að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.