Innlent

Fordæma vinnubrögð samninganefndar

Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar.
Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar.
Félagsfundur verkalýðsfélagsins Hlífar fordæmir þau vinnubrögð sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitafélaga viðhefur í kjarasamningsviðræðum við félagið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en þar segir jafnframt að félagsmenn hvetji samningarnefnd Hlífar til að láta ekki af kröfunni um að fylgja þeirri launastefnu sem 85% vinnumarkaðarins hefur nú þegar samið um.

Í greinargerð fundarins segir að samninganefnd sveitafélaganna hafi lagt ofuráherslu á nýja og breytta launatöflu sem geri það að verkum að þeir starfshópar sem nú standi í samningaviðræðum séu meðvitað skildir eftir með lægri launahækkanir en aðrar starfsstéttir sem búið er að semja fyrir.

Fram kemur að þeim rökum hafi verið haldið fram af hálfu samninganefndar sveitafélaganna að lægst launuðu starfsmenn sveitafélaganna hafi hlotið of háar launahækkanir í síðustu tveimur kjarasamningum og því sé nú komið að þeim starfsmönnum sem hafi hærri tekjur. Það sé dapurlegt til þess að hugsa að sum starfsmannafélög hafi samið, vitandi það að þeir væru að skilja lægst launaðasta hópinn sinn eftir.

Þá segir að lokum: „Félagsmenn Hlífar [...] eru tilbúnir í átök með haustinu ef það er það sem þarf til að fá launahækkanir eins og aðrir í þessu samfélagi. Skilaboðin frá fólkinu eru skýr, að samið verði við þau eins og samið hefur verið um við aðra á vinnumarkaði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×