Innlent

Þjóðin spurð um Þingvelli

Þingvellir eru vinsæll ferðamannastaður og leitað er eftir hugmyndum um hvernig taka eigi á móti ferðamönnum þar.fréttablaðið/anton
Þingvellir eru vinsæll ferðamannastaður og leitað er eftir hugmyndum um hvernig taka eigi á móti ferðamönnum þar.fréttablaðið/anton
Almenningi gefst til 22. ágúst kostur á að senda hugmyndir sínar um þróun þjóðgarðsins á Þingvöllum til Þingvallanefndar. Veitt verða fimm 200 þúsund króna verðlaun.

Í tengslum við tilnefningu Þingvalla á heimsminjaskrá árið 2004 var mótuð stefna með áherslu á verndun á forsendum sjálfbærrar þróunar, svo að komandi kynslóðir fái tækifæri til að njóta sérstöðu Þingvalla. Hugmyndaleitin er liður í því og var skipuð dómnefnd um hana sem Ragna Árnadóttir veitir forstöðu.

Í fréttatilkynningu segir Ragna mikilvægt að almenningur taki þátt í að skilgreina hvaða hlutverki Þingvellir eigi að gegna í lífi okkar og samfélagi. „Við getum horft stolt til Þingvalla, einstakrar náttúru, sögunnar og menningarlegs hlutverks. Við skulum þó ekki veigra okkur við að spyrja: Erum við sátt við Þingvelli eins og þeir eru í dag? Má eitthvað betur fara? Hvað viljum við halda í og hvað má bæta? Hugmyndaleitin er gott tækifæri til að láta hugann reika og kynnast Þingvöllum frá nýjum sjónarhóli.“- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×