Innlent

Dagur sauðfjárræktarinnar

Dagur sauðfjárræktarinnar verður haldinn hátíðlegur á Hvanneyri næstkomandi föstudag.
Dagur sauðfjárræktarinnar verður haldinn hátíðlegur á Hvanneyri næstkomandi föstudag.
Dagur sauðfjárræktarinnar verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 24. júní næstkomandi en það eru Landbúnaðarháskóli Íslands og Búnaðarsamtök Vesturlands sem standa fyrir honum samkvæmt því sem fram kemur á héraðsmiðlinum feykir.is.

Hátíðin verður haldin á Hvanneyri í Borgarfirði frá 10-17 og verður viðfangsefnið íslenska sauðkindin og afurðir hennar en dagurinn er haldinn í tengslum við fjölþjóðlegt verkefni sem Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir um fræðslu fyrir sauðfjárbændur.

Nánar er fjallað um verkefnið á vefsíðu Feykis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×