Innlent

Stjórnendur telja aðstæður í atvinnulífinu slæmar

Mest svartsýni ríkir í byggingastarfsemi, þar sem enginn trúir á betri tíð
Mest svartsýni ríkir í byggingastarfsemi, þar sem enginn trúir á betri tíð Mynd úr safni
Mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja telja aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar

Þetta er niðurstaða könnunar Capacent meðal stærstu fyrirtækja landsins. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var í maí og júní 2011, telja 78% stjórnenda aðstæður slæmar, 21% að þær séu hvorki góðar né slæmar en 2% að þær séu góðar. Þetta er nánast sama niðurstaða og fékkst í mars síðastliðunum þegar 79% stjórnenda töldu aðstæður slæmar.

Samtök atvinnulífsins hafa samstarf við fjármálaráðuneytið og Seðlabanka Íslands um reglubundna könnun á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi. Sagt er frá niðurstöðunum á vef SA.

Mat stjórnenda á aðstæðum eftir 6 mánuði er töluvert lakara en verið hefur undanfarið og hefur matið ekki verið lægra síðan í desember 2009. 19% þeirra sjá fram á betri tíma eftir 6 mánuði, 31% að aðstæður verði verri en 50% telja að þær breytist ekki. Mun meiri bjartsýni ríkir á höfuðborgarsvæðinu, þar sem 21% telja aðstæður batna, en á landsbyggðinni, þar sem einungis 11% telja þær batna.

Stjórnendur í fjármálastarfsemi, þjónustu, iðnaði og verslun og eru bjartsýnni en í öðrum greinum, þar sem 20-30% telja að b etri tíð sé í vændum, en mest svartsýni ríkir í byggingastarfsemi, þar sem enginn trúir á betri tíð, í samgöngum og flutningum, þar sem 5% sjá fram á betri tíð og í sjávarútvegi þar sem rúm 10% telja að ástandið batni.

Fækkun starfsmanna í öllum atvinnugreinum

Áformuð er fækkun starfsmanna í öllum þeim atvinnugreinum sem flokkað er eftir, en minnst fækkun er  áformuð í samgöngum og þjónustu, en mesta fækkunin í byggingastarfsemi og sjávarútvegi. Ekki er mikill munur á höfuðborgarsvæði og landsbyggð hvað áform um fækkun eða fjölgun starfsmanna varðar.

Sjá frétt á vef SA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×