Lífið

Nýtt andlit í fréttunum á Stöð 2

Hugrún hefur störf á fréttastofu Stöðvar 2 á næstunni, en fréttakonurnar Guðný Helga Herbertsdóttir og Sigríður Mogensen hættu þar fyrir skömmu. fréttablaðið/gva
Hugrún hefur störf á fréttastofu Stöðvar 2 á næstunni, en fréttakonurnar Guðný Helga Herbertsdóttir og Sigríður Mogensen hættu þar fyrir skömmu. fréttablaðið/gva
„Þetta leggst mjög vel í mig." segir hin 26 ára gamla Hugrún Halldórsdóttir, sem hefur störf á fréttastofu Stöðvar 2 á næstunni.

Fréttastofan varð fyrir mikilli blóðtöku á dögunum þegar Guðný Helga Herbertsdóttir og Sigríður Mogensen hættu störfum með skömmu millibili. Verkefnið verður því ærið fyrir Hugrúnu, sem hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu undanfarið og leggur nú lokahönd á BS-ritgerð í hagfræði.

Spurð hvort hún hafi ávallt stefnt að því að starfa í sjónvarpi segir Hugrún að hún hafi aðeins prófað netsjónvarpið á Mbl.is. „Mér fannst það alveg ótrúlega gaman. Þannig að ég er spennt," segir hún.

Hugrún starfaði á menningardeild Morgunblaðsins í sumar, en færði sig yfir í innlendu fréttirnar í haust. Þá hefur hún einnig skrifað inn á Mbl.is.

En ert þú byrjuð að undirbúa þig með því að horfa á kvikmyndina Anchorman man aftur?

„Nei, ég verð að kíkja á hana og Robyn í How I Met Your Mother og fleiri góða," segir Hugrún hress að lokum.

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.