Veldur bólusetning drómasýki? Haraldur Briem og Þórólfur Guðnason og Pétur Lúðvígsson skrifa 2. febrúar 2011 06:00 Að undanförnu hefur talsverð umræða farið fram um hugsanleg tengsl drómasýki og bólusetningar gegn svínainflúensu. Drómasýki (narcolepsy) er sjaldgæfur sjúkdómur sem einkennist af mikill dagsyfju vöðvaspennufalli (cataplexy), sérstaklega við skyndilega geðshræringu og trufluðum nætursvefni. Drómasýki sést einkum hjá fullorðnum einstaklingum. Tíðni sjúkdómsins er breytileg milli landa en talið er að árlega megi búast við 0,5-1 tilfelli á hverja 100.000 íbúa og þar af eru tæplega 10% einstaklinganna börn yngri en 18 ára. Orsakir drómasýki eru óþekktar en talið er að samspil erfða og umhverfisþátta (eins og t.d. sýkinga) eigi stóran þátt í tilurð sjúkdómsins. Greining sjúkdómsins er yfirleitt gerð af taugasjúkdómalæknum og þarf til þess sérhæfðar rannsóknaraðferðir eins og svefnrit (multiple sleep latency test). Á árinu 2010 varð vart við talsverða aukningu í sjúkdómnum hjá einstaklingum yngri en 18 ára í Finnlandi og Svíþjóð en einnig sást aukinn fjöldi á Íslandi. Í Finnlandi höfðu flestir sjúklinganna verið bólusettir gegn svínainflúensu enda var almenn þátttaka í bólusetningu þar mjög góð eða um og yfir 70%. Í Svíþjóð hins vegar sást aukningin bæði í bólusettum og óbólusettum einstaklingum og á Íslandi var rúmlega helmingur sjúklinganna bólusettur en þátttaka í svíninflúensubólusetningunni hér á landi var um 50%. Benda þessar niðurstöður frá Svíþjóð og Íslandi því ekki til þess að bólusetningin gegn svínainflúensu tengist drómasýki Í dag hafa 30-40 milljónir einstaklinga verið bólusettir í Evrópu með sama svínainflúensubóluefni og notað hefur verið á Íslandi (Pandemrix). Engin aukning hefur sést á drómasýki í öðrum löndum Evrópu sem gerir tengsl sjúkdómsins við bólusetninguna að auki mjög ólíklega. Undir forystu Finna er áætlað að fara af stað með fjölþjóðlega rannsókn á sambandi bólusetningar gegn svínainflúensu og drómasýki. Ísland mun taka þátt í þeirri rannsókn og er niðurstaða að vænta síðar á þessu ári. Þar sem að mjög ólíklegt er að bólusetning gegn svínainflúensu tengist á nokkurn hátt drómasýki og afleiðingar svínainflúensunnar geta verið alvarlegar þá hvetur sóttvarnalæknir óbólusetta einstaklinga til að láta bólusetja sig. Rétt er að minna á að á síðasta vetri lögðust 200 manns inn á sjúkrahús hér á landi vegna svínainflúensu og af þeim þurftu um 20 einstaklingar innlögn á gjörgæsludeild vegna lífshættulegra afleiðinga sjúkdómsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur talsverð umræða farið fram um hugsanleg tengsl drómasýki og bólusetningar gegn svínainflúensu. Drómasýki (narcolepsy) er sjaldgæfur sjúkdómur sem einkennist af mikill dagsyfju vöðvaspennufalli (cataplexy), sérstaklega við skyndilega geðshræringu og trufluðum nætursvefni. Drómasýki sést einkum hjá fullorðnum einstaklingum. Tíðni sjúkdómsins er breytileg milli landa en talið er að árlega megi búast við 0,5-1 tilfelli á hverja 100.000 íbúa og þar af eru tæplega 10% einstaklinganna börn yngri en 18 ára. Orsakir drómasýki eru óþekktar en talið er að samspil erfða og umhverfisþátta (eins og t.d. sýkinga) eigi stóran þátt í tilurð sjúkdómsins. Greining sjúkdómsins er yfirleitt gerð af taugasjúkdómalæknum og þarf til þess sérhæfðar rannsóknaraðferðir eins og svefnrit (multiple sleep latency test). Á árinu 2010 varð vart við talsverða aukningu í sjúkdómnum hjá einstaklingum yngri en 18 ára í Finnlandi og Svíþjóð en einnig sást aukinn fjöldi á Íslandi. Í Finnlandi höfðu flestir sjúklinganna verið bólusettir gegn svínainflúensu enda var almenn þátttaka í bólusetningu þar mjög góð eða um og yfir 70%. Í Svíþjóð hins vegar sást aukningin bæði í bólusettum og óbólusettum einstaklingum og á Íslandi var rúmlega helmingur sjúklinganna bólusettur en þátttaka í svíninflúensubólusetningunni hér á landi var um 50%. Benda þessar niðurstöður frá Svíþjóð og Íslandi því ekki til þess að bólusetningin gegn svínainflúensu tengist drómasýki Í dag hafa 30-40 milljónir einstaklinga verið bólusettir í Evrópu með sama svínainflúensubóluefni og notað hefur verið á Íslandi (Pandemrix). Engin aukning hefur sést á drómasýki í öðrum löndum Evrópu sem gerir tengsl sjúkdómsins við bólusetninguna að auki mjög ólíklega. Undir forystu Finna er áætlað að fara af stað með fjölþjóðlega rannsókn á sambandi bólusetningar gegn svínainflúensu og drómasýki. Ísland mun taka þátt í þeirri rannsókn og er niðurstaða að vænta síðar á þessu ári. Þar sem að mjög ólíklegt er að bólusetning gegn svínainflúensu tengist á nokkurn hátt drómasýki og afleiðingar svínainflúensunnar geta verið alvarlegar þá hvetur sóttvarnalæknir óbólusetta einstaklinga til að láta bólusetja sig. Rétt er að minna á að á síðasta vetri lögðust 200 manns inn á sjúkrahús hér á landi vegna svínainflúensu og af þeim þurftu um 20 einstaklingar innlögn á gjörgæsludeild vegna lífshættulegra afleiðinga sjúkdómsins.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun