Viðskipti erlent

Obama ætlar að skera niður um 1.100 milljarða dollara

Barack Obama bandaríkjaforseti hefur kynnt fjárlög sín fyrir árið 2012. Í þeim boðar forsetinn að ríkisútgjöldin verði skorin niður um 1.100 milljarða dollara eða um 130.000 milljarða kr. á næstu tíu árum. Repúblikanar segja þetta ekki nægilega mikinn niðurskurð.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að fjárlagatillögur Obama fari nú til meðferðar í báðum deildum Bandaríkjaþings þar sem búist er við miklum átökum millum Demókrata og Repúblikana. Repúblikanar vilja mun meiri niðurskurð en forsetinn boðar. Bara í ár er þess vænst að fjárlagahalli Bandaríkjanna muni nema 1.500 milljörðum dollara.

Meðal þess sem Obama leggur til er að frysta núverandi útgjöld ríkissjóðs og skera verulega niður í ýmsum velferðarmálaflokkum. Það sem upp á vantar á svo að koma með auknum sköttum á þá allra ríkustu í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×