Safnari fær loksins áritun á Lífsjátningu Guðmundu 17. janúar 2011 04:00 Ólafur og Guðmunda með plötuna Lífsjátning sem hún áritaði fyrir hann.fréttablaðið/stefán „Þetta er stórmerk kona. Hún náði langt og söng fyrir Bandaríkjaforseta á lóð Hvíta hússins í den,“ segir hljómplötusafnarinn Ólafur Sigurðsson. Ólafur heimsótti söngkonuna Guðmundu Elíasdóttur á dögunum og fékk hjá henni áritun á plötuna Lífsjátning, sem kom út samhliða samnefndri bók Ingólfs Margeirssonar árið 1981. Hann var að hitta Guðmundu í fyrsta skipti og segir hana vera afar hressa og skemmtilega. Ólafur segir plötuna nokkuð sjaldgjæfa, en að útgáfuferill Guðmundu sé að öðru leyti mjög óljós. „Það var eitthvað tekið upp í Noregi með henni, en hún vissi ekki hvað varð um það. Hún var þekkt á Norðurlöndunum,“ segir hann. „Hún lofaði alveg ofboðslega góðu og var farin að syngja og öðlast frægð, en þá missir hún röddina. Þetta var alveg ægilegt áfall. Hún kom svo heim og fór að kenna söng.“ Ólafur er í hljómplötuklúbbnum Íslensk tónlist, en þar koma saman helstu hljómplötusafnarar landsins. Sjálfur safnar hann árituðum plötum og var heimsóknin til Guðmundu því kærkomin. „Ég á líka Hljóma, Hauk Morthens og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er bara sérviska. Safnaradella,“ segir hann hress. Hann segir hljómplötuklúbbinn hittast nokkrum sinnum á ári, en meðlimirnir vinna að því að skrá allar vínylplötur sem hafa verið gefnar út á íslensku. „Við erum að vinna í því – þetta er tónlistarsagan,“ segir hann. „Það eru komnar allar 78 snúninga hljómplöturnar, ásamt öllum frá SG og Tónaútgáfunni. Svo er ýmislegt eftir.“ Sjálfur á Ólafur safn af 78 snúninga plötum sem var áður í eigu Karls Strand sem bjó í London á stríðsárunum. „Þessar plötur voru lánaðar í undergroundið þegar sprengjum rigndi yfir London. Pældu í því. Þá voru þeir að hlusta á MA-kvartettinn,“ segir Ólafur og hlær. „Svo hitti ég Breta á Íslandi sem heitir Michael Strand og ég spyr hvort hann sé skyldur Karli Strand. Þá var það afi hans. Skrýtin tilviljun. Þá sagði hann mér að afi sinn hefði alltaf verið að spila einhverja leiðinlega músík. En það var gaman að ég datt niður á þetta safn.“atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Þetta er stórmerk kona. Hún náði langt og söng fyrir Bandaríkjaforseta á lóð Hvíta hússins í den,“ segir hljómplötusafnarinn Ólafur Sigurðsson. Ólafur heimsótti söngkonuna Guðmundu Elíasdóttur á dögunum og fékk hjá henni áritun á plötuna Lífsjátning, sem kom út samhliða samnefndri bók Ingólfs Margeirssonar árið 1981. Hann var að hitta Guðmundu í fyrsta skipti og segir hana vera afar hressa og skemmtilega. Ólafur segir plötuna nokkuð sjaldgjæfa, en að útgáfuferill Guðmundu sé að öðru leyti mjög óljós. „Það var eitthvað tekið upp í Noregi með henni, en hún vissi ekki hvað varð um það. Hún var þekkt á Norðurlöndunum,“ segir hann. „Hún lofaði alveg ofboðslega góðu og var farin að syngja og öðlast frægð, en þá missir hún röddina. Þetta var alveg ægilegt áfall. Hún kom svo heim og fór að kenna söng.“ Ólafur er í hljómplötuklúbbnum Íslensk tónlist, en þar koma saman helstu hljómplötusafnarar landsins. Sjálfur safnar hann árituðum plötum og var heimsóknin til Guðmundu því kærkomin. „Ég á líka Hljóma, Hauk Morthens og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er bara sérviska. Safnaradella,“ segir hann hress. Hann segir hljómplötuklúbbinn hittast nokkrum sinnum á ári, en meðlimirnir vinna að því að skrá allar vínylplötur sem hafa verið gefnar út á íslensku. „Við erum að vinna í því – þetta er tónlistarsagan,“ segir hann. „Það eru komnar allar 78 snúninga hljómplöturnar, ásamt öllum frá SG og Tónaútgáfunni. Svo er ýmislegt eftir.“ Sjálfur á Ólafur safn af 78 snúninga plötum sem var áður í eigu Karls Strand sem bjó í London á stríðsárunum. „Þessar plötur voru lánaðar í undergroundið þegar sprengjum rigndi yfir London. Pældu í því. Þá voru þeir að hlusta á MA-kvartettinn,“ segir Ólafur og hlær. „Svo hitti ég Breta á Íslandi sem heitir Michael Strand og ég spyr hvort hann sé skyldur Karli Strand. Þá var það afi hans. Skrýtin tilviljun. Þá sagði hann mér að afi sinn hefði alltaf verið að spila einhverja leiðinlega músík. En það var gaman að ég datt niður á þetta safn.“atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“