Viðskipti erlent

Hafa enn ekki fengið 140 milljarða úr íslensku bönkunum

Breskir skattgreiðendur hafa enn ekki fengið 750 milljónir punda, eða 140 milljarða króna, borgaða úr þrotabúum íslensku bankanna.

Um er að ræða 105 bæjar- og sveitarstjórnir og aðra opinbera aðila sem áttu heildsöluinnlán hjá íslensku bönkunum, og þá einkum á Edge og Icesave reikningunum, þegar íslensku bankarnir hrundu haustið.

Upphaflega nam upphæðin yfir einum milljarði punda þannig að endurheimtur hingað til nema um 25%, að því er segir í blaðinu Telegraph.

Eins og kunnugt er standa málaferli nú yfir í Reykjavík um hvort þessi heildsöluinnlán eigi að teljast forgangskröfur eða ekki. Verði þau talin forgangskröfur munu endurheimturnar nema 95%. Ef ekki mun meira fé sem því nemur koma upp í Icesave skuld Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×