Þetta mál nær ekki fréttatímum í nágrannalöndunum. Það er ástæðulaust að ætla að þetta muni hafa neikvæð áhrif í framtíðinni á traust Íslendinga í viðskiptum.
Við munum frekar, hjá þeim sem á annað borð fylgjast með þessu, vaxa í áliti fyrir að láta ekki þvinga okkur til að taka á okkur skyldu til að greiða kröfur sem við eigum ekki að borga.
Fellum Icesave-lögin.
Brynjar Níelsson hrl.
Björgvin Þorsteinsson hrl.
Haukur Örn Birgisson hrl.
Jón Jónsson hrl.
Reimar Pétursson hrl.
Tómas Jónsson hrl.
Þorsteinn Einarsson hrl.