Innlent

Leynilögga og Íslandsvinur skemmir málsókn í Bretlandi

Valur Grettisson skrifar
Mark Kennedy/Stone.
Mark Kennedy/Stone.

Leynilögreglumaðurinn Mark Kennedy hefur orðið til þess að málssókn gegn sex aðgerðasinnum í Bretlandi hefur verið látið niður falla. Breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið auk þess sem RÚV greindi frá því í hádeginu að Mark hefði mótmælt meðal annars á Kárahnjúkum ásamt Saving Iceland hópnum.

Leynilögreglumaðurinn gekk í hóp aðgerðasinna í Bretlandi í kringum árið 2000. Hann hefur síðan verið mjög virkur í hópi umhverfissinna sem ferðast um heiminn og mótmæla hverskyns stóriðju eins og Kárahnjúkavirkjun.

Það var hinsvegar í lok október á síðasta ári sem fréttasíðan indymedia. Org.UK, sem er nokkurskonar fréttasíða aðgerðarsinna, þar sem frá því var greint að maðurinn, sem var talinn heita Mark Stone, héti í raun Mark Kennedy og væri lögreglumaður.

Þess má geta að Smugan.is greindi frá því að Mark hefði mótmælt hér og væri lögreglumaður í lok október.

Mark þessi hefur reyndar einnig svikið þá sem hann starfaði fyrir á laun. Þannig hefur málssókn á hendur sex aðilum í Bretlandi, sem eru ákærðir fyrir að hafa ætlað að slökkva á orkuveri knúið með kolum, verið felld niður. Ástæðan er sú að Mark hafði samband við verjanda sexmenningana og sagðist vera tilbúinn til þess að bera vitni þeim í hag. Fyrir vikið sá saksóknari ekkert annað í stöðunni en að fella málið niður.

Vandamálið er hinsvegar að hvorki lögreglan né umhverfissinnar treysta Mark lengur.

Ekki náðist í aðgerðasinna innan Saving Iceland. Mark á að hafa verið hér á landi árið 2005 þar sem dvaldi í tjaldbúðum samtakanna nálægt Kárahnjúkum.

Ekki er ljóst hvort hann hafi haft formlegt samband við lögregluna hér á landi eða hvort þeir hafi yfirhöfuð verið látnir vita að hann hafi verið hér að störfum á laun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×