Innlent

Vallastjóri fann sprengiefni í Mosfellsbæ

Golfvöllur golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ.
Golfvöllur golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ. Mynd GVA
Landhelgisgæslan eyddi nokkru magni af dýnamíti sem fannst í steinklöppum á golfvelli golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ í gær. Ekki er vitað hversu lengi sprengiefnið lá óhreyft á vellinum en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var um nokkurt magn að ræða.

Það var vallastjóri sem rakst á sprengiefnið og lét vita.

Dýnamítið var í nokkrum borholum og svo virðist sem sprengja hafi átt upp klappirnar en það var aldrei gert. Sprengiefnið var meðal annars tengt í víra og því er ljóst að einhver hætta var á ferð.

Sprengjusérfræðingar gæslunnar náðu öllu dýnamítinu upp úr holunum nema einni. Þá þurfti að sprengja það. Dýnamítið var svo flutt út fyrir bæinn þar sem Landhelgisgæslan fargaði því.

Lögreglan var kölluð á vettvang og er málið til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×