Innlent

Sprengiefnið lá í jörðinni í fimm ár

Sprengiefni. Myndin er úr safni.
Sprengiefni. Myndin er úr safni.
„Það hefði þurft að slá góðan dræver til þess að enda þarna,“ segir Steinn Ólafsson, vallastjóri Hlíðavallar, sem er golfvöllur Kjalar í Mosfellsbæ, en það var hann ásamt gröfumanni sem fundu talsvert magn af dýnamíti í gamalli námu ÍAV nærri golfvellinum.

Steinn ásamt gröfumanni vinna nú að stækkun golfvallarins og fundu þá fyrir tilviljun sprengihleðslu. Steinn lét Landhelgisgæsluna vita umsvifalaust sem koma á vettvang og fann þá fjórar sprengihleðslur. Ranghermt var í fyrri frétt um málið að kylfingur hefði látið vita af tilvist sprengiefnisins og leiðréttist það hér með.

„Það var nú enginn í hættu þarna enda er næsta braut í 200 metra fjarlægð,“ segir Steinn sem vinnur hörðum höndum að því að fjölga holum vallarins úr fjórtán upp í átján.

Framkvæmdum verður lokið í júlí og er stefnt á að spila meistaramót þar í sama mánuði. Spurður um uppruna sprengiefnisins svarar Steinn því til að þau hafi líklega legið þarna í fjögur til fimm ár.

Landhelgisgæslan fjarlægði hleðslurnar en þurfti að sprengja eina á staðnum. Hinum var fargað fyrir utan borgarmörkin.


Tengdar fréttir

Vallastjóri fann sprengiefni í Mosfellsbæ

Landhelgisgæslan eyddi nokkru magni af dýnamíti sem fannst í steinklöppum á golfvelli golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ í gær. Ekki er vitað hversu lengi sprengiefnið lá óhreyft á vellinum en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var um nokkurt magn að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×