Flúormengun í Hvalfirði: Tók tvö ár að svara erindi Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. maí 2011 12:25 Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. Margfalt meira flúor hefur mælst í beinum hesta nálægt álveri Norðuráls á Grundartanga en í hestum af norðanverðu landinu, að því er Ríkissjónvarpið greindi frá í gærkvöldi. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, hrossabóndi við Kúludalsá í Hvalfirði, hefur í tvö ár reynt að fá eftirlitsstofnanir til að rannsaka dularfull veikindi hesta sinna en hún telur þau stafa af flúormengun frá álverinu. Kuludalsá er við utanverðan Hvalfjörð en þar heldur Ragnheiður þrjátíu hesta. Þeir fóru að veikjast á dularfullan hátt fyrir fjórum árum. Hestarnir eru stirðir í hreyfingum og hófar þeirra virðast vaxa á óeðlilegan hátt. Kristján Geirsson, deildarstjóri umhverfisverndar á sviðið umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun, staðfesti við fréttastofu í morgun að erindi hefði borist frá umræddum hrossabónda fyrir tveimur árum síðan, í apríl 2009. Hann sagði að erindið væri á borði stofnunarinnar og að því yrði svarað í dag. Kristján sagði að bréfið til hefði legið tilbúið til undirritunar þegar fréttir bárust af málinu. Hann sagði að eigandi hrossanna þyrfti fyrst að fá svar við erindi sínu bréflega áður en greint yrði frá efni þess í fjölmiðlum. Kristján gat því ekki svarað því hvort Umhverfisstofnun myndi verða við erindi eigandans um formlega rannsókn á orsakatengslum mengunar frá álverinu og veikinda hrossanna. Aðspurður hvers vegna svona langur tími hefði liðið frá kvörtun og svari sagði hann að margar ástæður væru fyrir því. Umhverfisstofnun hefði verið í sambandi við eiganda hrossanna en dregist hefði að svara erindi hennar af ýmsum ástæðum sem hann tilgreindi ekki frekar. „Það dróst að svara, það eru ýmsar ástæður fyrir því. Við vorum að ganga frá þessu í gær og ég vildi ná sambandi við hana áður en ég færi að tjá mig um málið í fjölmiðlum. Það gengur ekki að hún fái svörin sem ég gef í gegnum fjölmiðla," sagði Kristján. „Þetta er opinber stofnun og það eru ákveðin formsatriði sem þarf að ganga frá áður en við sendum bréf." Það er ekki rétt sem kemur fram að þið hafið ekkert aðhafst? „Við höfum bæði verið í símasambandi við hana og átt fundi. Hún bað um ákveðið og hefur ekki fengið endanlegt svar við því (krafa um rannsókn innsk.blm) Við höfum af og til verið í sambandi við hana," segir Kristján. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. Margfalt meira flúor hefur mælst í beinum hesta nálægt álveri Norðuráls á Grundartanga en í hestum af norðanverðu landinu, að því er Ríkissjónvarpið greindi frá í gærkvöldi. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, hrossabóndi við Kúludalsá í Hvalfirði, hefur í tvö ár reynt að fá eftirlitsstofnanir til að rannsaka dularfull veikindi hesta sinna en hún telur þau stafa af flúormengun frá álverinu. Kuludalsá er við utanverðan Hvalfjörð en þar heldur Ragnheiður þrjátíu hesta. Þeir fóru að veikjast á dularfullan hátt fyrir fjórum árum. Hestarnir eru stirðir í hreyfingum og hófar þeirra virðast vaxa á óeðlilegan hátt. Kristján Geirsson, deildarstjóri umhverfisverndar á sviðið umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun, staðfesti við fréttastofu í morgun að erindi hefði borist frá umræddum hrossabónda fyrir tveimur árum síðan, í apríl 2009. Hann sagði að erindið væri á borði stofnunarinnar og að því yrði svarað í dag. Kristján sagði að bréfið til hefði legið tilbúið til undirritunar þegar fréttir bárust af málinu. Hann sagði að eigandi hrossanna þyrfti fyrst að fá svar við erindi sínu bréflega áður en greint yrði frá efni þess í fjölmiðlum. Kristján gat því ekki svarað því hvort Umhverfisstofnun myndi verða við erindi eigandans um formlega rannsókn á orsakatengslum mengunar frá álverinu og veikinda hrossanna. Aðspurður hvers vegna svona langur tími hefði liðið frá kvörtun og svari sagði hann að margar ástæður væru fyrir því. Umhverfisstofnun hefði verið í sambandi við eiganda hrossanna en dregist hefði að svara erindi hennar af ýmsum ástæðum sem hann tilgreindi ekki frekar. „Það dróst að svara, það eru ýmsar ástæður fyrir því. Við vorum að ganga frá þessu í gær og ég vildi ná sambandi við hana áður en ég færi að tjá mig um málið í fjölmiðlum. Það gengur ekki að hún fái svörin sem ég gef í gegnum fjölmiðla," sagði Kristján. „Þetta er opinber stofnun og það eru ákveðin formsatriði sem þarf að ganga frá áður en við sendum bréf." Það er ekki rétt sem kemur fram að þið hafið ekkert aðhafst? „Við höfum bæði verið í símasambandi við hana og átt fundi. Hún bað um ákveðið og hefur ekki fengið endanlegt svar við því (krafa um rannsókn innsk.blm) Við höfum af og til verið í sambandi við hana," segir Kristján.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira