Viðskipti erlent

Strauss-Kahn hættir sem forstjóri AGS

Dominique Strauss-Kahn hefur sagt af sér sem forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér.

Í henni segir Strauss-Kahn að hann taki þessa ákvörðun með mikilli sorg. Hinsvegar sé hann fyrst og fremst að hugsa um konu sína og börn og samstarfsmenn sína hjá sjóðnum.

Í yfirlýsingunni segist Strauss-Kahn saklaus af ákærunum gegn sér og hann muni nota allan sinn styrk og tíma til að sanna að svo sé.

Í dag verður að nýju tekin fyrir beiðni lögmanns Strauss-Kahn um að hann verði látinn laus úr Riker Island fangelsinu gegn tryggingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×