Innlent

Kona í blackout-i kastaði bjórglasi í lögreglukonu

Frá Selfossi.
Frá Selfossi.
Hæstiréttur Íslands dæmdi konu til að greiða 100 þúsund krónur í skaðabætur fyrir að kasta glerglasi í höfuð lögreglukonu á skemmtistaðnum 800 bar á Selfossi árið 2009.

Konan var dæmd til að sæta fangelsi í átta mánuði, sem er skilorðbundinn til þriggja ára vegna ungs aldurs og hreins skaferils. Héraðsdómur hafði áður dæmt konuna í 8 mánaða fangelsi þar af 6 skilorðsbundna.

Lögreglukonan hlaut bólgu og mar á enni eftir að stúlkan kastaði glerglasinu í hana.

Málsatvik eru þau að lögreglan var kölluð á skemmtistaðinn 800 bar vegna æsts manns sem dyraverðir voru með í tökum. Þegar búið var að færa manninn í lögreglubíl hafi lögreglukonan ætlað að fara inn á skemmtistaðinn til að ræða við dyraverði. Þá hafi konan staðið þar fyrir dyrum og hafi lögreglukonan vísað henni frá með því að taka í hana og færa hana frá. Þá hafi stúlkan kastað hálfs líters bjórglasi af 2 til 3 metra færi í höfuð lögreglukonunnar. Hún var handtekinn og færð á lögreglustöð.

Konan sagði fyrir dómi að hún myndi ekkert eftir samskiptum sínum við lögregluna þetta umrædda kvöld. Hún hafi drukkið mikið af sterku áfengi frá því kl. 17 eða 18 þennan sama dag og verið í „black-out"-ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×