Innlent

Sýknaður af því að misnota dóttur sína

Hæstiréttur Íslands staðfesti sýknudóm gagnvart karlmanni sem var ákærður fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega háttsemi gagnvart dóttur sinni og um leið notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegra annmarka á árunum 2005 til 2008.

kvenskoðun læknis gaf til kynna að stúlkan hefði ekki haft samfarir á því tímabili sem maðurinn átti að hafa misnotað hana.

Matsgerð dómkvaddra kvensjúkdómalækna sem skoðuðu stúlkuna eftir að héraðsdómur féll, og lagðar voru fyrir Hæstarétt, þóttu ekki geta hnekkt áliti þess læknis sem áður hafði skoðað hana.

Var sýknudómur héraðsdóms Norðurlands eystra því staðfestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×