Innlent

Skelfiskurinn frá Stykkishólmi ekki eitraður

Skelfiskur.
Skelfiskur. Mynd úr safni
Símon Sturluson, sem er í forsvari fyrir Íslenskar Bláskeljar ehf. á Stykkishólmi, vill koma því á framfæri að skelfiskurinn sem hann sendir frá sé 100 prósent öruggur til neyslu.

Ástæða þess að hann vill koma þessu á framfæri er sú að Matvælastofnun sendi tilkynningu í dag þar sem almenningur var varaður við að tína og neyta kræklings úr Hvalfirði, Eyjafirði og Steingrímsfirði þessa stundina. Nýlega greindist lömunareitrun PSP í kræklingi frá fyrrgreindum stöðum. Einhverjir kunna að hafa misskilið tilkynninguna og haldið að skelfiskurinn sem hann sendir frá sér sé eitraður. Svo er ekki, segir hann.

„Við sendum ekki frá okkur skelfisk nema hann sé 100 prósent heilbrigður, rétt eins og kjúklinga- og svínabú senda ekki afurð frá sér nema hún sé heilbrigð,“ segir Símon sem kveðst vera með stórt og mikið eftirlitskerfi til að passa að skelfiskurinn sé heilbrigður.

Hann segist vera sá eini á Íslandi sem megi selja skelfisk en hann selur hann til veitingastaða og í verslanir í Reykjavík.

Á vef Hafrannsóknarstofnunar segir að enginn eitraður skelfiskur fundist í Stykkishólmi í sýnum sem voru tekin 15. maí síðastliðinn. „Ekki er varað við neyslu skelfisks,“ segir þar ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×