Innlent

Makríll stefnir á Íslandsmið

Makríll stefnir ótrauður á Íslandsmið og mældist töluvert af honum í hafinu á milli Færeyja og Íslands í nýafstöðnum leiðangri Hafrannsóknastofnunar.

Leiðangurinn var hluti af sameiginlegum rannsóknum Íslendinga, Noðrmanna og Færeyinga á makrílnum.

Úr þessu er aðeins daga spursmál hvenær hann kemur inn í íslensku lögsöguna og verður heimilt að veiða 155 þúsund tonn af honum í ár, sem er töluvert meira en í fyrra. Yfir 140 skip af öllum stærðum og gerðum, hafa þegar fengið leyfi til veiðanna, og er mikill hugur í sjómönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×