Innlent

Segja aðferðafræði í skólakönnun meingallaða

Verkmenntaskóli Austurlands.
Verkmenntaskóli Austurlands.
„Aðferðafræðin sem Pawel beitir er meingölluð og hafa skólameistarar ýmissa framhaldsskóla, sem og menntamálaráðherra, dregið stórlega í efa hversu góður mælikvarði á gæði skólastarfs þessi könnun sé," segir í grein sem starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands hefur ritað vegna mats á gæðum skólastarfs sem stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek vann fyrir Frjálsa verslun. Samkvæmt matinu er VA á botni listans, í 32. sæti.

„Við í Verkmenntaskóla Austurlands getum ekki setið undir því sem fullyrt er í greininni um gæði skólans okkar," segir starfsfólkið.

Í greininni er bent á að af þeim sautján þáttum sem Pawel notar sem mælikvarða á gæði skólastarfs snúast fimmtán um hinar ýmsu keppnir sem aðeins örfáir skólar á landinu taka þátt í. Þetta eru til dæmis franska ljóðakeppnin „Allons en France", Morfís, Enska ræðukeppnin og Forritunarkeppni framhaldsskólanna.  

„Greinarnar sem keppt er í eru ekki kenndar í öllum framhaldsskólum en auk þess getur verið talsverður kostnaður að taka þátt í þeim fyrir lítinn skóla sem staðsettur er fjarri höfuðborgarsvæðinu. Þar að auki er árangur einstakra nemenda í svona keppnum vafasamur mælikvarði á gæði skólastarfs,"  segir í greininni.

Grein starfsfólks Verkmenntaskóla Austurlands má lesa í heild sinni hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×