Innlent

Vara við eitruðum kræklingi

Matvælastofnun varar almenning eindregið við því að tína og neyta kræklings úr Hvalfirði, Eyjafirði og Steingrímsfirði þessa stundina. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að nýlega hafi greinst lömunareitrun PSP í kræklingi úr Eyjafirði og Steingrímsfirði en í sýnum sem tekin voru reyndist eitrið vera yfir viðmiðunarmörkum. Því varar stofnunin sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði og Steingrímsfirði.

Á dögunum greindust eiturþörungar í Hvalfirði en þá mun ekki lengur að finna í firðinum. Kræklingurinn gæti þó enn verið eitraður og því er ennfremur varað við tínslu og neyslu á kræklingi úr firðinum.

Almenna reglan fyrir þá sem vilja tína krækling til neyslu hér á landi er sú að forðast mánuði sem hafa ekki bókstafinn „r" í nafni sínu. Það er að segja; maí, júní, júlí og ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×