Innlent

Áhrif losunar brennisteinsvetnis á loftgæði tekin mjög alvarlega

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.
„Ég harma þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í svona veigamiklu máli,” segir c í tilefni af frummatsskýrslu Mannvits um nýtingu jarðhita við Gráuhnúka. „Neikvæð áhrif á umhverfi borgarbúa ber að taka mjög alvarlega og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ber að tryggja öruggt og heilnæmt umhverfi og það ætlar nefndin að gera,” segir Kristín Soffía í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Frummatsskýrslan varðar fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnúka í Bláfjöllum. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í dag en Orkuveitan hyggst nýta jarðhita frá Gráuhnúkum til að bæta 45 MW við gufuaflsvirkjun sína á Hellisheiði. Fyrirtækið Mannvit vann frummatsskýrslu vegna framkvæmdarinnar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gagnrýnir vinnubrögðin í skýrslunni harðlega og er þar í takti við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Áhrif brennisteinsmengunar séu vanmetin og aðeins stuðst við spálíkön í stað þess að nota mælingar og rannsóknir sem þó liggi fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×