Fréttaskýring: Hvað felst í nýjum samningi um eflingu tónlistarnáms? 19. maí 2011 11:00 Fleiri tónlistarnemar utan af landi munu nú geta stundað námið með það að markmiði að gera tónlistina að atvinnu. fréttablaðið/vilhelm Ríkissjóður tekur yfir kostnað vegna tónlistarkennslu og framlag ríkisins til tónlistarskóla eykst um allt að 250 milljónir króna á ári næstu árin, samkvæmt samkomulagi sem ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í síðustu viku. Samkomulagið gildir um söngnám á mið- og framhaldsstigi og um annað tónlistarnám á framhaldsstigi. Þannig á að efla tónlistarnám og gera tónlistarnemum kleift að stunda nám sitt óháð búsetu. Ríkissjóður mun leggja 480 milljónir á ári í kennslukostnað í tónlistarskólum. Framlagið mun greiðast í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og sveitarfélögin eiga að tryggja að framlag ríkisins fjármagni kennsluna. Þau eiga einnig að taka yfir ný verkefni frá ríkinu sem nemur 230 milljónum króna. Samkomulagið gildir fyrir næstu tvö skólaár en viðræður um framlengingu fara fram við lok fyrra ársins. Sveitarfélögin bera ábyrgð á tónlistarkennslu á öllum stigum. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki öll burði til að kenna upp á framhaldsstig og því hafa lengra komnir nemendur leitað sérstaklega í skóla til Reykjavíkur, auk þess sem þeir þurfa oft að fara í framhaldsskóla í Reykjavík. Misjafnt er hvort sveitarfélögin hafa styrkt nemendurna til náms í öðrum sveitarfélögum. Því hafa nemendur neyðst til þess að hætta námi. Með nýja samkomulaginu er verið að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Það er mjög jákvætt, segir Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. „Þessir átthagafjötrar sem hafa viðgengist allt, allt of lengi, þeir virðast vera úr sögunni.“ Kjartan segir samkomulagið örugglega leysa úr vandamálum margra. Skólinn hans hafi orðið mjög fyrir barðinu á þessu og hann segir í mörgum tilvikum sárt að horfa upp á efnilega krakka sem ekki geti haldið áfram í námi. Kjartan segir þó að samkomulagið hafi ekki verið kynnt fyrir stjórnendum tónlistarskólanna. „Við vitum ekki alveg hvernig útfærslan á þessu verður eða hver niðurstaðan verður. Hvorki á þessu né á niðurskurði Reykjavíkurborgar.“ Hann segist hafa reynt að spyrjast fyrir um það en ekki fengið svör, allir hafi verið að bíða eftir samkomulaginu. Hann segir þó að það hafi sést á þeim sem hafi undirritað samninginn að ríkisstjórnin taki málið alvarlega, en menntamála-, fjármála- og innanríkisráðherrar undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. „Þetta er mikilvægt skref í rétta átt.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Ríkissjóður tekur yfir kostnað vegna tónlistarkennslu og framlag ríkisins til tónlistarskóla eykst um allt að 250 milljónir króna á ári næstu árin, samkvæmt samkomulagi sem ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í síðustu viku. Samkomulagið gildir um söngnám á mið- og framhaldsstigi og um annað tónlistarnám á framhaldsstigi. Þannig á að efla tónlistarnám og gera tónlistarnemum kleift að stunda nám sitt óháð búsetu. Ríkissjóður mun leggja 480 milljónir á ári í kennslukostnað í tónlistarskólum. Framlagið mun greiðast í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og sveitarfélögin eiga að tryggja að framlag ríkisins fjármagni kennsluna. Þau eiga einnig að taka yfir ný verkefni frá ríkinu sem nemur 230 milljónum króna. Samkomulagið gildir fyrir næstu tvö skólaár en viðræður um framlengingu fara fram við lok fyrra ársins. Sveitarfélögin bera ábyrgð á tónlistarkennslu á öllum stigum. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki öll burði til að kenna upp á framhaldsstig og því hafa lengra komnir nemendur leitað sérstaklega í skóla til Reykjavíkur, auk þess sem þeir þurfa oft að fara í framhaldsskóla í Reykjavík. Misjafnt er hvort sveitarfélögin hafa styrkt nemendurna til náms í öðrum sveitarfélögum. Því hafa nemendur neyðst til þess að hætta námi. Með nýja samkomulaginu er verið að koma í veg fyrir að slíkt gerist. Það er mjög jákvætt, segir Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. „Þessir átthagafjötrar sem hafa viðgengist allt, allt of lengi, þeir virðast vera úr sögunni.“ Kjartan segir samkomulagið örugglega leysa úr vandamálum margra. Skólinn hans hafi orðið mjög fyrir barðinu á þessu og hann segir í mörgum tilvikum sárt að horfa upp á efnilega krakka sem ekki geti haldið áfram í námi. Kjartan segir þó að samkomulagið hafi ekki verið kynnt fyrir stjórnendum tónlistarskólanna. „Við vitum ekki alveg hvernig útfærslan á þessu verður eða hver niðurstaðan verður. Hvorki á þessu né á niðurskurði Reykjavíkurborgar.“ Hann segist hafa reynt að spyrjast fyrir um það en ekki fengið svör, allir hafi verið að bíða eftir samkomulaginu. Hann segir þó að það hafi sést á þeim sem hafi undirritað samninginn að ríkisstjórnin taki málið alvarlega, en menntamála-, fjármála- og innanríkisráðherrar undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisins. „Þetta er mikilvægt skref í rétta átt.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira