Mjólkar kýr í Katalóníu 16. september 2011 07:00 Ánægð í Katalóníu Hjördís Ólafsdóttir hefur verið búsett á Spáni í fimm ár. Hún býr í þorpinu Olot ásamt konu sinni og hundum þeirra og köttum. Hjördís Ólafsdóttir hefur verið búsett á Spáni undanfarin fimm ár og líkar vel. Hún starfar á bóndabæ í Katalóníu og segist ekki vilja flytja heim aftur í bráð. Hjördís flutti ásamt þáverandi kærustu sinni til Spánar árið 2006 og bjó fyrsta árið í Barcelona. Henni þótti þó nóg um hávaðann og lætin sem fylgdu stórborginni og flutti í fjallaþorpið Olot þar sem hún býr enn. „Ég vinn á bóndabæ hér í grenndinni. Býlið var byggt til að skapa atvinnu fyrir geðfatlaða og þroskahefta og ég sé bæði um að aðstoða þá við sína vinnu og að mjólka kýrnar,“ segir Hjördís sem býr sjálf í miðbæ Olot ásamt konu sinni, hundum og köttum. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég endaði í Olot. Mér fannst Barcelona alltof stór og hávær og henni fylgdi mikið stress. Ég er frá Ísafirði sjálf og hef alltaf verið meira fyrir þorpsstemninguna.“ Hjördís gifti sig í júní og í tilefni þess var haldin stór og fjölþjóðleg veisla. Vinir Hjördísar sáu um skemmtiatriði og buðu upp á tónlist og dansatriði. „Við gerðum þetta bara eftir okkar höfði og giftum okkur hjá dómara á föstudegi en héldum svo veisluna á laugardegi. Vinur okkar, sem er trúður að atvinnu, brá sér í hlutverk prests og eftir athöfnina afklæddist hann kuflinum og var þá í veislufötum innan undir. Nokkrir vinir mínir komu alla leið frá Íslandi til að fagna með okkur og vinir konu minnar komu frá Spáni þannig að gestalistinn var mjög blandaður og fjögur tungumál töluð í veislunni, spænska, katalónska, íslenska og enska.“ Hjördís keypti sér hús í Olot fyrir skemmstu og segist ekki ætla að flytja aftur heim á næstunni. „Ég er gott sem orðin spænsk,“ segir hún og hlær. „Ég hef það mjög fínt hérna og vil vera hér áfram.“- sm Lífið Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Hjördís Ólafsdóttir hefur verið búsett á Spáni undanfarin fimm ár og líkar vel. Hún starfar á bóndabæ í Katalóníu og segist ekki vilja flytja heim aftur í bráð. Hjördís flutti ásamt þáverandi kærustu sinni til Spánar árið 2006 og bjó fyrsta árið í Barcelona. Henni þótti þó nóg um hávaðann og lætin sem fylgdu stórborginni og flutti í fjallaþorpið Olot þar sem hún býr enn. „Ég vinn á bóndabæ hér í grenndinni. Býlið var byggt til að skapa atvinnu fyrir geðfatlaða og þroskahefta og ég sé bæði um að aðstoða þá við sína vinnu og að mjólka kýrnar,“ segir Hjördís sem býr sjálf í miðbæ Olot ásamt konu sinni, hundum og köttum. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég endaði í Olot. Mér fannst Barcelona alltof stór og hávær og henni fylgdi mikið stress. Ég er frá Ísafirði sjálf og hef alltaf verið meira fyrir þorpsstemninguna.“ Hjördís gifti sig í júní og í tilefni þess var haldin stór og fjölþjóðleg veisla. Vinir Hjördísar sáu um skemmtiatriði og buðu upp á tónlist og dansatriði. „Við gerðum þetta bara eftir okkar höfði og giftum okkur hjá dómara á föstudegi en héldum svo veisluna á laugardegi. Vinur okkar, sem er trúður að atvinnu, brá sér í hlutverk prests og eftir athöfnina afklæddist hann kuflinum og var þá í veislufötum innan undir. Nokkrir vinir mínir komu alla leið frá Íslandi til að fagna með okkur og vinir konu minnar komu frá Spáni þannig að gestalistinn var mjög blandaður og fjögur tungumál töluð í veislunni, spænska, katalónska, íslenska og enska.“ Hjördís keypti sér hús í Olot fyrir skemmstu og segist ekki ætla að flytja aftur heim á næstunni. „Ég er gott sem orðin spænsk,“ segir hún og hlær. „Ég hef það mjög fínt hérna og vil vera hér áfram.“- sm
Lífið Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira