Enski boltinn

Poulsen fer ekki frá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Poulsen í leik með Liverpool.
Poulsen í leik með Liverpool.
Umboðsmaður Danans Christian Poulsen segir að skjólstæðingur sinn sé ekki á förum frá Liverpool. Poulsen hefur verið orðaður við FCK síðustu daga.

Poulsen sló ekki beint í gegn á sínu fyrsta ári hjá félaginu og bjuggust margir við því að hann yrði seldur í sumar. Líkurnar á að hann færi jukust síðan til muna er Liverpool keypti hvern miðjumanninn á fætur öðrum.

Poulsen er með Liverpool-liðinu í Asíu sem stendur. Hann er með samning til ársins 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×