Erlent

Mannfall í minningarathöfn um forsetabróður

Wali sést hér (t.v.) ásamt forsetanum, Hamid Karzai.
Wali sést hér (t.v.) ásamt forsetanum, Hamid Karzai. Mynd/AP
Fjórir eru látnir eftir að sprengja sprakk í mosku í Kandahar í Afganistan þar sem fram fór minningarathöfn um Ahmed Wali Karzai, hálfbróðir Hamids Karzai forseta Afganistans. Ekki liggur fyrir hvort um sjálfsmorðssprengjuáras hafi verið að ræða. Hálfbróðirinn var skotinn til bana á heimili sínu fyrr í vikunni. Fjölmenni var við minningarathöfnina en sprengjan sprakk í lok hennar. Ekki kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um árásina hvort forsetinn hafi viðstaddur athöfnina.

Ahmed Wali Karzai var valdamikill í suðurhluta Afganistan og hefur lengi verið sakaður um djúpstæða spillingu, sem nái til forsetans sjálfs og dregur meðal annars úr trausti Vesturlanda til hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×