Moody´s íhugar að lækka lánshæfi Bandaríkjanna 14. júlí 2011 08:01 Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett AAA lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á athugunarlista með neikvæðum horfum. Líklega mun Moody´s lækka þessa einkunn ef þingmenn á Bandaríkjaþingi komast ekki að samkomulagi við Barack Obama forseta um að hækka skuldaþak hins opinbera í Bandaríkjunum. Þessi ákvörðun Moody´s setti markaði úr skorðum seint í gærkvöldi vestan hafs og í Asíu í nótt. Miklar sveiflur voru á gengi dollarans og í lokin hafði dollarans veikst nokkuð gagnvart evrunni og jeninu. Sú veiking heldur áfram í morgun. Heimsmarkaðsverð á olíu gaf einnig eftir í nótt eftir að hafa farið hækkandi í gærdag. Ástæða þessar lækkunar eru nýjar tölur frá Bandaríkjunum um rúmlega 3% samdrátt í bensínnotkun þarlendis í síðasta mánuði. Í morgun hefur olíuverðið þó hækkað að nýju. Tunnan af Brent olíunni stendur í tæpum 118 dollurum. Heimsmarkaðsverð á gull heldur áfram að slá met. Únsan af gulli stendur í rúmum 1.590 dollurum og hefur verðið aldrei verið hærra. Álverðið breyttist lítið á markaðinum í London í gær og lauk deginum í 2.480 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Verðið hefur sveiflast í kringum 2.500 dollara undanfarnar vikur. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett AAA lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á athugunarlista með neikvæðum horfum. Líklega mun Moody´s lækka þessa einkunn ef þingmenn á Bandaríkjaþingi komast ekki að samkomulagi við Barack Obama forseta um að hækka skuldaþak hins opinbera í Bandaríkjunum. Þessi ákvörðun Moody´s setti markaði úr skorðum seint í gærkvöldi vestan hafs og í Asíu í nótt. Miklar sveiflur voru á gengi dollarans og í lokin hafði dollarans veikst nokkuð gagnvart evrunni og jeninu. Sú veiking heldur áfram í morgun. Heimsmarkaðsverð á olíu gaf einnig eftir í nótt eftir að hafa farið hækkandi í gærdag. Ástæða þessar lækkunar eru nýjar tölur frá Bandaríkjunum um rúmlega 3% samdrátt í bensínnotkun þarlendis í síðasta mánuði. Í morgun hefur olíuverðið þó hækkað að nýju. Tunnan af Brent olíunni stendur í tæpum 118 dollurum. Heimsmarkaðsverð á gull heldur áfram að slá met. Únsan af gulli stendur í rúmum 1.590 dollurum og hefur verðið aldrei verið hærra. Álverðið breyttist lítið á markaðinum í London í gær og lauk deginum í 2.480 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Verðið hefur sveiflast í kringum 2.500 dollara undanfarnar vikur.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira