Íslenski boltinn

Heimir Guðjóns aftur í KR-búningnum - myndir frá Meistaraleik Steina Gísla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Guðjónsson lék með KR á ný.
Heimir Guðjónsson lék með KR á ný. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Meistaraleikur Steina Gísla fór fram á Akranesvellinum í gærkvöldi og mættu 4000 manns á leikinn en allar tekjur af leiknum runnu til Sigursteins Gíslasonar og fjölskyldu hans. Þetta var líklega besta aðsókn á leik á Akranesi síðan að ÍA og KR spiluðu hreinan úrslitaleik um titilinn árið 1996.

Leikurinn endaði með jafntefli 2-2. Einar Þór Daníelsson og Rúnar Kristinsson skoruðu fyrir KR en Bjarni Guðjónsson og Ólafur Þórðarson fyrir ÍA. Ólafur tryggði Skagamönnum jafntefli í leiknum.

Guðmundur Bjarki Halldórsson var okkar maður á staðnum og sendi hann margar skemmtilegar myndir af þessum sögulega leik þar sem kunnir kappar af Skaganum og úr Vesturbænum klæddust treyjum ÍA og KR á nýjan leik.

Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×