Innlent

Vinnukona maddömunnar í Suðurgötu

Vinnukona maddömmunnar að störfum á Árbæjarsafni í dag. Mynd/Sigurjón
Vinnukona maddömmunnar að störfum á Árbæjarsafni í dag. Mynd/Sigurjón Mynd/Sigurjón
Í tilefni dagsins er skyggnst inn í heim genginna reykvískra kvenna á 19. öld af öllum stigum þjóðfélagins á Árbæjarsafninu. Í dag eru 96 ár liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu langþráðan kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis. Af þeim sökum er frítt fyrir konur inn á Árbæjarsafnið í dag þar sem skipulögð er mikil dagskrá.

Fjölmargir hafa lagt leið sína á safnið í dag enda veðrið á höfuðborgarsvæðinu einkar gott. „Gestir hitta fyrir maddömuna í Suðurgötu 7 og vinnukonu hennar og eflaust rekast þeir líka á vatnsberann Gunnsu grallara sem ber vatn í hús á safnsvæðinu. Í Þorpinu verður mikið um að vera, stórþvottur, lummubakstur og fiskvöskun því þau voru jú mörg handtökin hjá húsmæðrum í Reykjavík líkt og nú,“ segir Helga Maureen Gylfadóttir, safnvörður, í tilkynningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×