Innlent

Haldið upp á Kvenréttindadaginn með margvíslegum hætti

Í dag eru 96 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis.
Í dag eru 96 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis. Mynd/Stefán
Kvenréttindadagurinn er í dag, 19. júní, og eru margir viðburðir skipulagðir víðsvegar um Reykjavík til að fagna honum.  Í dag eru 96 ár liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu langþráðan kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis.

Margt er um að vera í tilefni þessa hátíðardags en þar er helst er nefna að forseti borgarstjórnar mun leggja blómsveig að leiði kvenréttindakonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Athöfnin fer fram í Hólavallagarði og hefst hún klukkan hálf þrjú.

Hægt verður að skyggnast inn í heim genginna reykvískra kvenna á Árbæjarsafninu en þar verður boðið upp á leiðsagnir um safnsvæðið þar sem saga kvenna í Reykjavík verður í forgrunni. Enginn aðgangseyrir er fyrir konur inn á safnið í dag.

Þá verður mótmælum í Evrópu um raunverulegt lýðræði sýnd samstaða með samsöng á Ingólfstorgi klukkan tvö. Textarnir sem verða sungnir af þessu tilefni eru við þekkt íslensk lög sem hefur verið snúið þannig að þeir fjalla um þekktar afleiðingar kreppunnar á lífskjör almennings.


Tengdar fréttir

Konur fá frítt inn á Árbæjarsafnið

Skyggnst verður inn í heim genginna reykvískra kvenna á 19. öld af öllum stigum þjóðfélagins á Árbæjarsafni í dag, Kvennréttindadaginn. Á þessum degi árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt og af því tilefni er frítt inn fyrir konur á Árbæjarsafnið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×