Innlent

Sævar Ciesielski er látinn

Sævar Ciesielski. Mynd/ GVA.
Sævar Ciesielski. Mynd/ GVA.
Sævar Ciesielski lést af slysförum í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags. Hann hafði verið búsettur þar um skeið. Sævar var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi.

Hæstiréttur mildaði dóminn í sautján ár og sat Sævar inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað.

Þættir úr ævi Sævars voru skrásettir í bókinni Stattu þig drengur eftir Stefán Unnsteinsson sem kom út árið 1980. Þar lýsir Sævar barnæsku sinni, en hann dvaldi meðal annars í Breiðavík. Í skýrslu nefndar um áfangaheimilið í Breiðavík er bókin sögð mikilvæg heimild um ástandið þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×