Gunnar Kolbeinn Kristinsson hnefaleikamaður hjá Hnefaleikafélaginu Æsir er á leiðinni á heimsmeistaramótið í Hnefaleikum sem fer fram í Aserbaídsjan 22. september til 10. október næstkomandi.
Gunnar Kolbeinn sem er þungavigtarmaður og tvöfaldur Íslandsmeistari er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt á heimsleikum í Hnefaleikum. Hann er nú staddur í æfingabúðum á Írlandi þar sem lokaundirbúningur hans fyrir heimsmeistaramótið fer fram.
Gunnar Kolbeinn er búinn að keppa mikið í Evrópu seinustu ár og hann hefur unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum. Í fyrra fór Gunnar í tveggja mánaða æfingabúðir til Los Angeles þar sem hann æfði hjá heimsfrægum þjálfurunum eins og Freddie Roach og Macka Foley. Þeir hafa þjálfað marga heimsmeistara.
Á Íslandi hefur Gunnar Kolbeinn tvisvar unnið Íslandsmeistaratitilinn, árið 2009 og 2011. Árið 2010 var enginn til að keppa á móti honum. Gunnar Kolbeinn stefnir hátt en hans markmið er að komast á Ólympíuleikana á næsta ári sem verða í London.
Gunnar fyrsti Íslendingurinn til að fara á HM í hnefaleikum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn