Viðskipti erlent

Hagvöxtur víða að minnka

Hagvöxtur í Bandaríkjunum var einungis 1% á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi. Búist hafði verið við 1,3% hagvexti.

Þá voru hagvaxtartölur fyrir annan ársfjórðung í Bretlandi endurskoðaðar niður. Hagvöxtur þar mældist 0,7% á ársgrundvelli á tímabilinu en var 2,5% á sama tímabili í fyrra. Svipuð þróun er víða að eiga sér stað í Evrópu og hefur til að mynda hægt á hagvexti í Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu. Nokkur lönd standa þó vel og mælist hagvöxtur 3,7% í Finnlandi og 5,3% í Svíþjóð.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×