Viðskipti innlent

Álverin kaupa vörur og þjónustu af yfir 500 fyrirtækjum

Álverin þrjú kaupa árlega vörur og þjónustu af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum ef aðeins eru talin viðskipti fyrir hálfa milljón króna eða meira. Þessi viðskipti námu í fyrra alls 24 milljörðum króna, fyrir utan raforkukaup.

Þetta er meðal þess sem fram kom í ræðu Rannveigar Rist forstjóra Alcan á Íslandi á Viðskiptaþingi í gær. Ræðan hefur verið birt á vef fyrirtækisins.

Rannveig segir m.a. að alls skiluðu álverin þrjú þjóðarbúinu um 100 milljörðum í hreinar, nettó gjaldeyristekjur í fyrra.

Álverin hafa verið vettvangur fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki. VHE í Hafnarfirði, sem byggir starfsemi sína að mestu leyti á þjónustu við álverin, og hefur tæplega 300 manns í vinnu, hefur hannað og framleitt háþróaðan tækjabúnað fyrir álver sem það hefur selt til álvera í 19 löndum nú síðast til Katar, Óman og Sameinuðu arabísku furstadæmanna

Ætla má að starfsemi 10 gagnavera, 10 kísilverksmiðja og 10 aflþynnuverksmiðja, auk tíföldunar á ylrækt á Íslandi, myndi samtals útheimta rúmlega 14 TWh rafmagns af þeim 23 TWh sem ætla má að sé nýtanlegt viðbótarafl á landinu, miðað við miðgildi mats sem birt er í drögum að Orkustefnu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×