Lífið

Syngja fyrir nímenninga

Páll Óskar verður á meðal þeirra sem syngja á tónleikunum í kvöld.
Páll Óskar verður á meðal þeirra sem syngja á tónleikunum í kvöld.
Páll Óskar, KK og Ellen, múm og Diskóeyjan eru meðal þeirra sem ætla að syngja á tónleikum í kvöld til stuðnings nímenningunum hafa verið ákærðir fyrir brot á 100. grein hegningarlaga vegna mótmæla sinna við Alþingishúsið. Tónleikarnir verða á Nasa og opnar húsið klukkan 20.30. Miðaverð er 500 krónur. Aðrir sem stíga á svið verða Sin Fang Bous, Reykjavík!, rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson, Steini úr Hjálmum, Prins Póló, Parabólurnar og fleiri gestir. Nánari upplýsingar má finna á síðunni rvk9.org.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.