Nýdæmdur grunaður um lífshættulega árás 13. janúar 2011 06:15 Árásin á nýársnótt var framin í Hafnarstræti. Sá sem slasaðist féll niður stiga og í kjölfarið er talið að Andri Vilhelm hafi traðkað á andliti hans og veitt honum lífshættulega áverka á heila.Fréttablaðið/gva Andri Vilhelm Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás á nýársnótt. Andri var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 26. nóvember síðastliðinn fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu en gekk laus þar sem hann tók sér frest til að áfrýja dómnum. Andri var handtekinn 2. janúar grunaður um að hafa lent í átökum við mann í Hafnarstræti á nýársnótt og veitt honum alvarlega áverka. Hann var úrskurðaður í fjögurra daga varðhald, sem síðan var framlengt til 4. febrúar. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í fyrradag. Samkvæmt honum er Andri grunaður um að hafa hrint hinum manninum niður tröppur og síðan sparkað í eða traðkað á höfði hans og andliti. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut lífshættulega áverka á heila en útlit er fyrir að hann nái sér að mestu. Vitni lýsa átökunum á þann veg að báðir mennirnir hafi rifið sig úr að ofan og að Andri Vilhelm hafi veist að hinum með karate- og „kick-box“-spörkum. Lögregla telur atlöguna varða við 218. grein hegningarlaga um sérstaklega alvarlega líkamsárás. Hámarksfangelsi fyrir slíka árás er sextán ára fangelsi. Andri hefur viðurkennt að hafa lent í átökum við manninn en hafnar því alfarið að hafa hrint honum niður tröppur eða traðkað á höfði hans. Á nýársnótt voru ekki liðnar nema sex vikur síðan Andri hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tvær líkamsárásir, rán og frelsissviptingu. Í öðru málinu var hann fundinn sekur um að hafa brotið fjölmörg bein í andliti manns með því að berja hann með steini. Í hinu málinu var hann dæmdur ásamt samverkamanni fyrir að halda manni föngnum í átta klukkustundir og ganga í skrokk á honum. Þeir lokuðu manninn meðal annars inni í fataskáp og hengdu 400 vatta ljósaperu yfir höfuðið á honum, vöfðu síðar rafmagnssnúru um háls hans og hertu að þar til maðurinn missti nánast meðvitund og bundu hann að síðustu við stól, límdu fyrir munn hans og börðu hann í bringuna með golfkylfu. Að þessu loknu neyddu þeir hann til að fara í banka og biðja um yfirdrátt til að greiða skuld, annars hlyti sambýliskona hans verra af. Dómurinn var ekki birtur Andra fyrr en 3. janúar og ekki er unnt að fullnusta hann strax þar sem hann tók sér frest til að áfrýja. stigur@frettabladid.is Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Andri Vilhelm Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás á nýársnótt. Andri var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 26. nóvember síðastliðinn fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu en gekk laus þar sem hann tók sér frest til að áfrýja dómnum. Andri var handtekinn 2. janúar grunaður um að hafa lent í átökum við mann í Hafnarstræti á nýársnótt og veitt honum alvarlega áverka. Hann var úrskurðaður í fjögurra daga varðhald, sem síðan var framlengt til 4. febrúar. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í fyrradag. Samkvæmt honum er Andri grunaður um að hafa hrint hinum manninum niður tröppur og síðan sparkað í eða traðkað á höfði hans og andliti. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut lífshættulega áverka á heila en útlit er fyrir að hann nái sér að mestu. Vitni lýsa átökunum á þann veg að báðir mennirnir hafi rifið sig úr að ofan og að Andri Vilhelm hafi veist að hinum með karate- og „kick-box“-spörkum. Lögregla telur atlöguna varða við 218. grein hegningarlaga um sérstaklega alvarlega líkamsárás. Hámarksfangelsi fyrir slíka árás er sextán ára fangelsi. Andri hefur viðurkennt að hafa lent í átökum við manninn en hafnar því alfarið að hafa hrint honum niður tröppur eða traðkað á höfði hans. Á nýársnótt voru ekki liðnar nema sex vikur síðan Andri hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tvær líkamsárásir, rán og frelsissviptingu. Í öðru málinu var hann fundinn sekur um að hafa brotið fjölmörg bein í andliti manns með því að berja hann með steini. Í hinu málinu var hann dæmdur ásamt samverkamanni fyrir að halda manni föngnum í átta klukkustundir og ganga í skrokk á honum. Þeir lokuðu manninn meðal annars inni í fataskáp og hengdu 400 vatta ljósaperu yfir höfuðið á honum, vöfðu síðar rafmagnssnúru um háls hans og hertu að þar til maðurinn missti nánast meðvitund og bundu hann að síðustu við stól, límdu fyrir munn hans og börðu hann í bringuna með golfkylfu. Að þessu loknu neyddu þeir hann til að fara í banka og biðja um yfirdrátt til að greiða skuld, annars hlyti sambýliskona hans verra af. Dómurinn var ekki birtur Andra fyrr en 3. janúar og ekki er unnt að fullnusta hann strax þar sem hann tók sér frest til að áfrýja. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira