Þrettán vistfræðingar svara Þrettán vistfræðingar skrifar 17. febrúar 2011 10:44 Aðalsteinn Sigurgeirsson og Þröstur Eysteinsson rita grein á Vísi (www.visir.is) þann 7. febrúar síðastliðinn. Þar saka þeir þau Menju von Schmalensee og Guðmund Inga Guðbrandsson um að misnota tölur um framandi tegundir í greinum sínum sem birtust nýverið í Fréttablaðinu og á Vísi. Gagnrýni þeirra félaga sneri aðallega að tvennu: (1) Orðalagi Menju um hlutfall ágengra tegunda af fjölda framandi tegunda og (2) notkun talna um efnahagslegt tjón af völdum ágengra tegunda. Undirrituð eru ósammála því að um misnotkun talna hafa verið að ræða og útskýra hér þá afstöðu. (1) Menja skrifar: „að samanlögð reynsla af hundruðum þúsunda framandi tegunda sem finna má á heimsvísu hefur sýnt að u.þ.b. 10% þeirra taka upp á því að verða ágengar, þ.e. valda umhverfislegu eða efnahagslegu tjóni." Hér töldu Aðalsteinn og Þröstur að rétt væri að tala um 1%, en ekki 10%, þar sem "10% [framandi tegunda] geti fjölgað sér í nýjum heimkynnum og af þeim verði 10%, það er 1% af heildinni skaðvaldar". Hér skal tekið fram að „reynsla af hundruðum þúsunda framandi tegunda sem finna má á heimsvísu" vísaði einmitt til þeirra framandi tegunda sem lifa og fjölga sér í nýjum heimkynnum (hafa náð fótfestu) en ekki heildarfjölda innfluttra tegunda. Því er rétt að tala um u.þ.b. 10% í þessu samhengi. Hafi þetta hins vegar verið óljóst hefur það hér með verið skýrt. Í grein Menju kom reyndar fram að ítarefni mætti finna í tveimur ritrýndum greinum hennar sem birtar voru í Náttúrufræðingnum á síðasta ári. Þar má m.a. finna ítarlegri skýringar á „10% reglunni" en rúm var fyrir í umræddri blaðagrein. Hvetjum við áhugafólk um framandi tegundir til að kynna sér þær greinar. Tíu prósent reglan kveður í raun á um að u.þ.b. 10% tegunda sem fluttar eru á milli svæða sleppi úr umsjón manna út í náttúruna, u.þ.b. 10% af þeim nái fótfestu þar og af þeim verði u.þ.b. 10% ágengar (gert er ráð fyrir að hlutfallið liggi á bilinu 5-20% í hverju tilfelli). Reglan var sett fram eftir skoðun fjölmargra lífveruhópa og er studd af mörgum dæmum en er vissulega ekki óskeikul. Hún er því gróf viðmiðunarregla og fyrst og fremst gagnleg til að gefa hugmynd um mögulegt umfang þess vanda sem getur stafað af framandi tegundum. Ef við tökum Ísland sem dæmi þá hefur verið áætlað að rúmlega 10.000 tegundir hafi verið fluttar til landsins, utan stofublóma og gæludýra. Miðað við 10% regluna hefðu u.þ.b. 1.000 tegundir átt að sleppa út í náttúruna, u.þ.b. 100 tegundir að ná fótfestu og u.þ.b. 10 tegundir að verða ágengar. Ef litið er til NOBANIS, samstarfsverkefnis Íslands og landa í Norður- og Mið-Evrópu um ágengar tegundir, þar sem íslenskir sérfræðingar hafa tekið saman upplýsingar um framandi og ágengar tegundir hér á landi miðað við núverandi þekkingu, má sjá að hérlendis er að finna 112 framandi tegundir með fótfestu og þar af eru 7 skilgreindar sem ágengar nú. Framandi tegundir á Íslandi falla þannig ágætlega að 10% reglunni. (2) Aðalsteinn og Þröstur gagnrýna Menju og Guðmund Inga fyrir notkun talna varðandi efnahagslegt tjón af völdum ágengra tegunda. Þeir segja: ,,Staðhæfingin um að tjón nemi 5% af vergri heimsframleiðslu er gróf einföldun". Í umfjöllun sinni um árlegan kostnað vegna tjóns af völdum ágengra tegunda studdust Menja og Guðmundur Ingi við nokkrar vísindagreinar og bókarkafla eftir David Pimentel og samstarfsaðila hans. Þetta er sennilega besta mat á heildarkostnaði við ágengar tegundir í heiminum sem til er og ekki óeðlilegt að vitna til slíks, þar sem vísindalegar niðurstöður úreldast ekki fyrr en aðrar betri liggja fyrir. Í ofanálag er þetta talið íhaldsamt mat, þ.e.a.s. vanmat á heildarkostnaði. Pimentel og félagar benda á að einungis séu til gögn um lágmarkskostnað fyrir sumar af skaðsömustu tegundunum og því vanti gögn til að áætla nánar heildarkostnað. Að auki benda þau sérstaklega á að ómögulegt sé að meta til fjár andvirði tegunda sem deyja út af völdum framandi lífvera. Ef til viðbótar væri metinn fjárhagslegur kostnaður vegna tegundaútdauða, rýrnunar á líffræðilegum fjölbreytileika og skerðingar á þjónustu vistkerfa (þ.e. þeim hag sem maðurinn hefur af vistkerfum), telja þau að kostnaður væri án efa mun hærri. Staðhæfingin um að árlegt tjón nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu er vissulega gróf einföldun eins og Aðalsteinn og Þröstur benda á, en í reynd með öfugum formerkjum við það sem þeir vilja meina, þ.e.a.s. kostnaður er líklega mun meiri en nefnd 5% af vergri heimsframleiðslu. Af framansögðu er erfitt að fallast á gagnrýni Aðalsteins og Þrastar á notkun þessara talna. Sundurliðun þeirra á kostnaði vegna ágengra tegunda eftir mismunandi lífveruhópum í sex löndum, út frá grein Pimentel og félaga frá 2001, á rétt á sér í umræðunni en ekki til þess að gagnrýna notkun vistfræðinga á tölum um heildarkostnað við ágengar tegundir í heiminum. Eftirfarandi orð Aðalsteins og Þrastar eru óskiljanleg í samhengi við greinar Menju og Guðmundar Inga: „Ef við erum með 10 þúsund tegundir trjáa, runna og skrautjurta í ræktun, erum við um leið að fóstra 1000 nöðrur við brjóst okkar? Og ef við yfirfærum 5%-hagtöluna á íslenskan raunveruleika, gætum við hækkað verga þjóðarframleiðslu um 5% á ári með því að setja innflutningi plantna til skógræktar og garðyrkju þröngar skorður?" Menja og Guðmundur Ingi halda engu slíku fram í greinum sínum. Hér er því um hreinan útúrsnúning að ræða. Skrif Menju og Guðmundar Inga fjalla almennt um áhrif ágengra tegunda sem rökstuðning fyrir því mati að drög að breytingum á náttúruverndarlögum séu skref í rétta átt til takmörkunar á neikvæðum áhrifum ágengra lífvera á Íslandi. Mikil áskorun felst í því að koma í veg fyrir skaða af völdum ágengra framandi tegunda í bæði náttúrulegum og manngerðum vistkerfum jarðar. Aðrar þjóðir hafa lært af biturri reynslu að ódýrasta leiðin er að fyrirbyggja dreifingu og útbreiðslu slíkra tegunda. Í drögum að breytingum á lögum um náttúruvernd, og gagnstætt því sem haldið hefur verið fram í sumum fjölmiðlum, er ekki gert ráð fyrir að stöðva dreifingu framandi tegunda á Íslandi sem ekki eru líklegar til að verða ágengar. Tilvísanir í heimildir má finna á síðu Vistfræðifélags Íslands (www.vistis.is) Menja von Schmalensee Guðmundur Ingi Guðbrandsson Gísli Már Gíslason Guðrún Lára Pálmadóttir Hafdís Hanna Ægisdóttir Ingibjörg Svala Jónsdóttir Kristín Svavarsdóttir Lísa Anne Libungan Ragnhildur Sigurðardóttir Rannveig Magnúsdóttir Róbert A. Stefánsson Tómas Grétar Gunnarsson Þóra Ellen Þórhallsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Aðalsteinn Sigurgeirsson og Þröstur Eysteinsson rita grein á Vísi (www.visir.is) þann 7. febrúar síðastliðinn. Þar saka þeir þau Menju von Schmalensee og Guðmund Inga Guðbrandsson um að misnota tölur um framandi tegundir í greinum sínum sem birtust nýverið í Fréttablaðinu og á Vísi. Gagnrýni þeirra félaga sneri aðallega að tvennu: (1) Orðalagi Menju um hlutfall ágengra tegunda af fjölda framandi tegunda og (2) notkun talna um efnahagslegt tjón af völdum ágengra tegunda. Undirrituð eru ósammála því að um misnotkun talna hafa verið að ræða og útskýra hér þá afstöðu. (1) Menja skrifar: „að samanlögð reynsla af hundruðum þúsunda framandi tegunda sem finna má á heimsvísu hefur sýnt að u.þ.b. 10% þeirra taka upp á því að verða ágengar, þ.e. valda umhverfislegu eða efnahagslegu tjóni." Hér töldu Aðalsteinn og Þröstur að rétt væri að tala um 1%, en ekki 10%, þar sem "10% [framandi tegunda] geti fjölgað sér í nýjum heimkynnum og af þeim verði 10%, það er 1% af heildinni skaðvaldar". Hér skal tekið fram að „reynsla af hundruðum þúsunda framandi tegunda sem finna má á heimsvísu" vísaði einmitt til þeirra framandi tegunda sem lifa og fjölga sér í nýjum heimkynnum (hafa náð fótfestu) en ekki heildarfjölda innfluttra tegunda. Því er rétt að tala um u.þ.b. 10% í þessu samhengi. Hafi þetta hins vegar verið óljóst hefur það hér með verið skýrt. Í grein Menju kom reyndar fram að ítarefni mætti finna í tveimur ritrýndum greinum hennar sem birtar voru í Náttúrufræðingnum á síðasta ári. Þar má m.a. finna ítarlegri skýringar á „10% reglunni" en rúm var fyrir í umræddri blaðagrein. Hvetjum við áhugafólk um framandi tegundir til að kynna sér þær greinar. Tíu prósent reglan kveður í raun á um að u.þ.b. 10% tegunda sem fluttar eru á milli svæða sleppi úr umsjón manna út í náttúruna, u.þ.b. 10% af þeim nái fótfestu þar og af þeim verði u.þ.b. 10% ágengar (gert er ráð fyrir að hlutfallið liggi á bilinu 5-20% í hverju tilfelli). Reglan var sett fram eftir skoðun fjölmargra lífveruhópa og er studd af mörgum dæmum en er vissulega ekki óskeikul. Hún er því gróf viðmiðunarregla og fyrst og fremst gagnleg til að gefa hugmynd um mögulegt umfang þess vanda sem getur stafað af framandi tegundum. Ef við tökum Ísland sem dæmi þá hefur verið áætlað að rúmlega 10.000 tegundir hafi verið fluttar til landsins, utan stofublóma og gæludýra. Miðað við 10% regluna hefðu u.þ.b. 1.000 tegundir átt að sleppa út í náttúruna, u.þ.b. 100 tegundir að ná fótfestu og u.þ.b. 10 tegundir að verða ágengar. Ef litið er til NOBANIS, samstarfsverkefnis Íslands og landa í Norður- og Mið-Evrópu um ágengar tegundir, þar sem íslenskir sérfræðingar hafa tekið saman upplýsingar um framandi og ágengar tegundir hér á landi miðað við núverandi þekkingu, má sjá að hérlendis er að finna 112 framandi tegundir með fótfestu og þar af eru 7 skilgreindar sem ágengar nú. Framandi tegundir á Íslandi falla þannig ágætlega að 10% reglunni. (2) Aðalsteinn og Þröstur gagnrýna Menju og Guðmund Inga fyrir notkun talna varðandi efnahagslegt tjón af völdum ágengra tegunda. Þeir segja: ,,Staðhæfingin um að tjón nemi 5% af vergri heimsframleiðslu er gróf einföldun". Í umfjöllun sinni um árlegan kostnað vegna tjóns af völdum ágengra tegunda studdust Menja og Guðmundur Ingi við nokkrar vísindagreinar og bókarkafla eftir David Pimentel og samstarfsaðila hans. Þetta er sennilega besta mat á heildarkostnaði við ágengar tegundir í heiminum sem til er og ekki óeðlilegt að vitna til slíks, þar sem vísindalegar niðurstöður úreldast ekki fyrr en aðrar betri liggja fyrir. Í ofanálag er þetta talið íhaldsamt mat, þ.e.a.s. vanmat á heildarkostnaði. Pimentel og félagar benda á að einungis séu til gögn um lágmarkskostnað fyrir sumar af skaðsömustu tegundunum og því vanti gögn til að áætla nánar heildarkostnað. Að auki benda þau sérstaklega á að ómögulegt sé að meta til fjár andvirði tegunda sem deyja út af völdum framandi lífvera. Ef til viðbótar væri metinn fjárhagslegur kostnaður vegna tegundaútdauða, rýrnunar á líffræðilegum fjölbreytileika og skerðingar á þjónustu vistkerfa (þ.e. þeim hag sem maðurinn hefur af vistkerfum), telja þau að kostnaður væri án efa mun hærri. Staðhæfingin um að árlegt tjón nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu er vissulega gróf einföldun eins og Aðalsteinn og Þröstur benda á, en í reynd með öfugum formerkjum við það sem þeir vilja meina, þ.e.a.s. kostnaður er líklega mun meiri en nefnd 5% af vergri heimsframleiðslu. Af framansögðu er erfitt að fallast á gagnrýni Aðalsteins og Þrastar á notkun þessara talna. Sundurliðun þeirra á kostnaði vegna ágengra tegunda eftir mismunandi lífveruhópum í sex löndum, út frá grein Pimentel og félaga frá 2001, á rétt á sér í umræðunni en ekki til þess að gagnrýna notkun vistfræðinga á tölum um heildarkostnað við ágengar tegundir í heiminum. Eftirfarandi orð Aðalsteins og Þrastar eru óskiljanleg í samhengi við greinar Menju og Guðmundar Inga: „Ef við erum með 10 þúsund tegundir trjáa, runna og skrautjurta í ræktun, erum við um leið að fóstra 1000 nöðrur við brjóst okkar? Og ef við yfirfærum 5%-hagtöluna á íslenskan raunveruleika, gætum við hækkað verga þjóðarframleiðslu um 5% á ári með því að setja innflutningi plantna til skógræktar og garðyrkju þröngar skorður?" Menja og Guðmundur Ingi halda engu slíku fram í greinum sínum. Hér er því um hreinan útúrsnúning að ræða. Skrif Menju og Guðmundar Inga fjalla almennt um áhrif ágengra tegunda sem rökstuðning fyrir því mati að drög að breytingum á náttúruverndarlögum séu skref í rétta átt til takmörkunar á neikvæðum áhrifum ágengra lífvera á Íslandi. Mikil áskorun felst í því að koma í veg fyrir skaða af völdum ágengra framandi tegunda í bæði náttúrulegum og manngerðum vistkerfum jarðar. Aðrar þjóðir hafa lært af biturri reynslu að ódýrasta leiðin er að fyrirbyggja dreifingu og útbreiðslu slíkra tegunda. Í drögum að breytingum á lögum um náttúruvernd, og gagnstætt því sem haldið hefur verið fram í sumum fjölmiðlum, er ekki gert ráð fyrir að stöðva dreifingu framandi tegunda á Íslandi sem ekki eru líklegar til að verða ágengar. Tilvísanir í heimildir má finna á síðu Vistfræðifélags Íslands (www.vistis.is) Menja von Schmalensee Guðmundur Ingi Guðbrandsson Gísli Már Gíslason Guðrún Lára Pálmadóttir Hafdís Hanna Ægisdóttir Ingibjörg Svala Jónsdóttir Kristín Svavarsdóttir Lísa Anne Libungan Ragnhildur Sigurðardóttir Rannveig Magnúsdóttir Róbert A. Stefánsson Tómas Grétar Gunnarsson Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun