Innlent

Ósátt við gistináttaskattinn

Mynd úr safni: Stefán
Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir óánægju sinni vegna nýs gistináttaskatts.

Samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti nýverið, og taka gildi um næstu áramót, skal greiða 100 krónur í skatt af hverri gistinótt.

Samtök ferðaþjónustunnar lögðu mikla áherslu á að skatturinn rynni óskiptur til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Niðurstaða þingsins var hins vegar sú að Framkvæmdasjóðurinn fengi 60% en 40% runnu til þjóðgarða og friðlýstra svæða.

„Eðlilegra hefði verið að féð færi allt í sama sjóðinn og var ítrekað lögð áhersla á það við efnahags- og skattanefnd en á það var ekki hlustað.   Þessir fjármunir munu falla undir tvö ráðuneyti og fara flókna leið og treysta samtökin því ekki að þessir peningar skili sér að fullu.

Samtök ferðaþjónustunnar hafa að undanförnu gert kannanir á gististöðum og kom í ljós að gríðarlegur fjöldi gistirýma reyndist án allra rekstrarleyfa og eftirlitið í molum og þá er spurt hver ætli að innheimta gistináttaskatt af slíkum fyrirtækjum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×