Innlent

Hópur fólks fastur í Eyjum

Mynd/Óskar
Hópur fólks er fastur í Vestmannaeyjum eftir að bilun varð í annarri aðalvél Herjólfs undir kvöld í gær.

Mörgum úr hópnum lá á að komast í land og til vinnu í dag. Fór björgunarskipið Þór því að minnsta kosti eina ferð til Landeyjahafnar.

Sömuleiðis fóru stórir ferðaþjónustu- og slöngubátar líka nokkrar ferðir, eftir því sem fréttastofa kemst næst.

Sumir leigðu sér flugvélar til að komast heim. Unnið hefur verið að viðgerð í Herjólfi í alla nótt og samkvæmt heimasíðu ferjunnar er áætlað að skipið sigli samkvæmt áætlun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×